Dvöl - 01.01.1943, Page 45

Dvöl - 01.01.1943, Page 45
DV'ÖL þessara ólíku frumefna. — Verið’ þér blessaðir og sælir, læknir.“ Læknirinn hélt leiðar . sinnar. Flestii' sjúklinganna stóðu tein- réttir við rúm sitt og biðu hans. Enginn valdsmaður nýtur jafn óbrigðullar virðingar meðal und- irmanna sinna sem geðveikra- læknir hjá sjúklingum sínum. Vitfirringurinn hélt áfram að ramba fram og aftur um herbergi sitt, þegar hann var einn orðinn. Honum var fært te. Hann gerði sér ekki það ómak að setjast nið- ur, heldur tæmdi tekönnuna í tveim sopum og gleypti á svip- stundu hveitbrauðssneið, sem hon- um var rétt. Síðan snaraðist hann út úr herbergi sínu og gekk allan daginn fram og aftur um húsið, steig þungt til gólfs og bar fæt- urna ótt. Það rigndi þenna dag, og þess vegna var sjúklingunum ekki leyft að fara út í garðinn. Þegar aðstoðarlæknirinn spurði eftir nýja sjúklingnum, var hon- um vísað inn í ganginn. Þar stóð hann og þrýsti andlitinu að rúö- unni í útidyrahurðinni. Hann ein- blindi á einkennileg, hárauð blóm, áþekk valmúum, sem uxu í blómabeði fyrir framan dyrnar. „Okkur þætti vænt um, ef þér vilduð stíga snöggvast á vogina okkar,“ sagði aðstoðarlæknirinn og lagöi höndina á öxl á honum Aðstoðarlækninum lá við að æpa að skelfingu, þegar vitfirr- ingurinn leit á hann, þvílík fólska og hatur skein úr augum hans. 43 En þegar hann sá, hver það var, sem ónáðaði hann, mýktust and- litsdrættir hans óðar. Hann hlýddi honum oröalaust, en virtist mjög hugsi. Þeir gengu inn í skrifstofu læknisins. Vitfirringurinn steig mótþróalaust upp á vogina, og að- stoðarlæknirinn skrifaði 109 pund fyrir aftan nafn hans á sjúkra- skránni. Næsta talan, sem þar var skráð, var 107, hin þriðja 106. ' „Hann hjarir ekki lengi, ef þessu heldur áfram,“ mælti læknirinn og skipaði vinnufólkinu aö hlynna sem bezt að honum. En þrátt fyrir þessa skipun læknisins og matgræðgi sjúklings- ins megraðist hann sífellt, og allt- af urðu tölurnar, sem aðstoðar- læknirinn skrifaði, lægri og lægri. Sjúklingnum kom sjaldan dúr á auga um nætur, og alla daga var hann á hvíldarlausu rápi. IV. Hann vissi, aö hann var í ör- vitahúsi. Hann vissi líka, að hann var sjúkur. Stöku sinnum vakn- aði hann til fullrar meðvitundar eins og fyrstu nóttina, einkum þegar hann hafði hvílzt um hríð eftir ei'ilsama og erfiða daga. Þá verkjaði hann jafnan sárlega i höfuð og útlimi. Ef til vill var það tilbreytingarleysið í þögn og myrkri næturinnar, sem olli því, að hann skynjaði þá sem heilbrigður mað- ur, ef til vill tregari starfsemi heilans fyrst eftir að hann var hrokkinn upp af værum blundi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.