Dvöl - 01.01.1943, Síða 48

Dvöl - 01.01.1943, Síða 48
46 leysingjar," hugsaði hann. „Augu ykkar eru haldin, og sjáandi sjáið þið ekki. En þótt þið viljið vernda hið illa, þá mun ég þó uppræta það. Geti ég það ekki í dag, reyni ég að inna þá þraut af höndum á morgun. Þótt það verði mér að grandi, þá skiptir það engu máli fyrir mig.“ Hann reikaði um garðinn, meðan dagur entist, kynntist mörgu fólki og átti við það einkennilegar sam- ræður. Ánægjan af þeim samræð- um var gagnkvæm, því að allir þóttust sjúklingarnir finna stað- festingu brjálæðishugsana sinna í dulræðum svörum þjáningar- bræðra sinna. Hann tók þá tali hvern á fætur öðrum, og þegar leið að kvöldi, var hann ennþá sannfærðari um það en áður, að senn væri „allt fullkomnað.“ Brátt, brátt myndu járnrimlarnir falla frá gluggunum og fangarnir streyma út og svífa til fjarlægra landa, jörðin öll myndi skjálfa og kasta ellibelgnum og endurfæðast. Hann hafði nær gleymt blómun- um. En þegar öllum var sagt að hverfa til herbergja sinna, staö- næmdist hann snöggvast á dyra- þrepinu og sá þá rósrautt svefn- grasið hreykja sér í dökku, dögg- votu grasinu. Hann laumaðist út úr hópnum, tók sér stöðu aftan við einn gæzlumanninn og beið færis. Enginn gaf honum gætur, og skyndilega stökk hann yfir blómabeðið, reif upp eitt blóm- ið og fól það í skyndi í barmi sér. D VÖL Þegar safamikil, rök blöðin snertu hörund hans, náfölnaöi hann, augun þrútnuðu og ranghvolfdust af skelfingu, og kaldur sviti hnappaðist á enni hans. í hælinu voru ljós tendruð á lömpum. Flestir sjúklinganna fleygðu sér upp í flet sín, meðan þeir biðu kvöldverðar, en fáeinir flöktu eiröarvana um ganginn og salina. Sá, sem bar rauða blómið á brjósti sér innan klæða, var einn þeirra síðartöldu. Hann æddi fram og aftur og krosslagði handlegg- ina á brjóstinu. Það var eins og hann vildi nísta blómið rauða til bana. Yrði einhver á vegi hans, vék hann sér undan til þess að ekki skyldi svo mikið sem jakka- laf hans snerta hann. „Komið ekki við mig!“ hrópaði hann. En í vit- firringahæli var ekki sérlega mik- ill gaumur gefinn að þess háttar viðvörunum. Hann hélt áfram eirðarleysis-rjátli sínu og varð sífellt hraðstígari og skrefalengri. Þannig æddi hann um í tryllingi í heila klukkustund, tvær klukku- stundir. „Ég skal kvelja þig! Ég skal kæfa þig,“ tautaði hann illilega. Stundum gnísti hann tönnum. Kvöldveröur var framreiddur í matsalnum. Stór trog, gyllt og marglit, full af þunnum hirsigraut, voru sett á dúklaust langborð. Sjúklingarnir tóku sér sæti á bekkjum, og sérhverjum þeirra var fenginn í hendur rúgbrauðs- hleifur. Þeir mötuðust með spón-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.