Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 48
46
leysingjar," hugsaði hann. „Augu
ykkar eru haldin, og sjáandi sjáið
þið ekki. En þótt þið viljið vernda
hið illa, þá mun ég þó uppræta
það. Geti ég það ekki í dag, reyni
ég að inna þá þraut af höndum á
morgun. Þótt það verði mér að
grandi, þá skiptir það engu máli
fyrir mig.“
Hann reikaði um garðinn, meðan
dagur entist, kynntist mörgu fólki
og átti við það einkennilegar sam-
ræður. Ánægjan af þeim samræð-
um var gagnkvæm, því að allir
þóttust sjúklingarnir finna stað-
festingu brjálæðishugsana sinna í
dulræðum svörum þjáningar-
bræðra sinna. Hann tók þá tali
hvern á fætur öðrum, og þegar
leið að kvöldi, var hann ennþá
sannfærðari um það en áður, að
senn væri „allt fullkomnað.“ Brátt,
brátt myndu járnrimlarnir falla
frá gluggunum og fangarnir
streyma út og svífa til fjarlægra
landa, jörðin öll myndi skjálfa og
kasta ellibelgnum og endurfæðast.
Hann hafði nær gleymt blómun-
um. En þegar öllum var sagt að
hverfa til herbergja sinna, staö-
næmdist hann snöggvast á dyra-
þrepinu og sá þá rósrautt svefn-
grasið hreykja sér í dökku, dögg-
votu grasinu. Hann laumaðist út
úr hópnum, tók sér stöðu aftan
við einn gæzlumanninn og beið
færis. Enginn gaf honum gætur,
og skyndilega stökk hann yfir
blómabeðið, reif upp eitt blóm-
ið og fól það í skyndi í barmi sér.
D VÖL
Þegar safamikil, rök blöðin snertu
hörund hans, náfölnaöi hann,
augun þrútnuðu og ranghvolfdust
af skelfingu, og kaldur sviti
hnappaðist á enni hans.
í hælinu voru ljós tendruð á
lömpum. Flestir sjúklinganna
fleygðu sér upp í flet sín, meðan
þeir biðu kvöldverðar, en fáeinir
flöktu eiröarvana um ganginn og
salina. Sá, sem bar rauða blómið
á brjósti sér innan klæða, var einn
þeirra síðartöldu. Hann æddi fram
og aftur og krosslagði handlegg-
ina á brjóstinu. Það var eins og
hann vildi nísta blómið rauða til
bana. Yrði einhver á vegi hans,
vék hann sér undan til þess að
ekki skyldi svo mikið sem jakka-
laf hans snerta hann. „Komið ekki
við mig!“ hrópaði hann. En í vit-
firringahæli var ekki sérlega mik-
ill gaumur gefinn að þess háttar
viðvörunum. Hann hélt áfram
eirðarleysis-rjátli sínu og varð
sífellt hraðstígari og skrefalengri.
Þannig æddi hann um í tryllingi
í heila klukkustund, tvær klukku-
stundir.
„Ég skal kvelja þig! Ég skal
kæfa þig,“ tautaði hann illilega.
Stundum gnísti hann tönnum.
Kvöldveröur var framreiddur í
matsalnum. Stór trog, gyllt og
marglit, full af þunnum hirsigraut,
voru sett á dúklaust langborð.
Sjúklingarnir tóku sér sæti á
bekkjum, og sérhverjum þeirra
var fenginn í hendur rúgbrauðs-
hleifur. Þeir mötuðust með spón-