Dvöl - 01.01.1943, Side 49

Dvöl - 01.01.1943, Side 49
D VÖL 4? um úr tré. Átta menn voru um hvert trog. Fáeinir snæddu ann- ars staðar. Vitfirringnum með rauða blómið var færður skerfur sinn inn í herbergi sitt, og eftir að hann hafði hámað hann í sig i skyndi, hvarflaði hann inn í mat- salinn til félaga sinna, því að hann fékk aldrei nægju sína. „Viljið þér leyfa mér að setj- ast?“ spurði hann umsjónarmann- inn. „EruÖ þér ekki búnir að mat- ast?“ spurði hann og hellti meiri graut í trogin. „Ég er sárhungraður enn og þyrfti að fá dálítið meira í svang- inn. Ekkert getur styrkt mig nema kjarngóður matur. Þér vitið, að mér kemur ekki dúr á auga?“ „Gerið yður gott af þessu, herra minn. — Taras! Láttu manninn fá spón og brauðhleif." Hann settist við eitt trogið og át ódæma kynstur af graut. „Nú held ég, að þér séuð búinn að sá á yður,“ sagði umsjónar- maðurinn að lokum, þegar allir aðrir voru staðnir upp frá borðum og hann sat einn eftir með trogið á hnjánum og hafði aðra höndina á spæninum, en þrýsti hinni að brjóstinu. „Ég held, að yður vei’ði ógott af þessu öllu.“ „Yður grunar ekki, á hvílíkum styrk ég þarf að halda, hvílíkum tröllamætti. — Verið þér svo sælir, Nikulás Niklulásson," bætti hann við, reis upp og skók hönd um- sjónarmannsins. „Verið þér nú sælir.“ „Hvert ætlið þér að fara?“ spurði umsjónarmaðurinn brosandi. „Ekki neitt. Ég verð hér. En það er ekki víst, að við sjáumst á morg- un. — Þakka yður fyrir þægileg- heitin.“ „Verið þér ekki svona bölsýnn, vinur sæll. Verið stilltur, einlægt stilltur,“ svaraði umsjónarmaður- inn. „Leggizt út af og sofnið. Sannið til: yður batnar fljótlega, ef þér sofið dálítið meira.“ Vitskerti maðurinn táraðist. Umsjónarmaðurinn lét bera af borðinu. Hálfri stund síðar voru allir í hælinu gengnir til náða og sofnaðir — nema einn maður. Hann lá vakandi í rúmi sínu. Hann nötraði af geðshræringu og þrýsti höndum heljarfast að brjósti sínu. Honum fannst sem óþekkt, ban- vænt eitur hríslaðist þaðan um allan líkamann. V. Hann festi ekki blund nætur- langt. Hann hafði slitið upp þetta rauða blóm, og það var ævarandi dáð, sem hann hafði verið kallaöur til að drýgja. í fyrsta skipti, sem hann leit út um rúðuna á hurð- inni, hafði hann komið auga á rauðu blómin, og jafnskjótt varö honum ljóst, til hvaða afreks hann var borinn. í þessum fagurrauðu blómum bjó allur máttur hins ilía í heiminum. Hann vissi, að ópíum var unnið úr valmúum. Ef til vill
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.