Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 49
D VÖL
4?
um úr tré. Átta menn voru um
hvert trog. Fáeinir snæddu ann-
ars staðar. Vitfirringnum með
rauða blómið var færður skerfur
sinn inn í herbergi sitt, og eftir
að hann hafði hámað hann í sig i
skyndi, hvarflaði hann inn í mat-
salinn til félaga sinna, því að hann
fékk aldrei nægju sína.
„Viljið þér leyfa mér að setj-
ast?“ spurði hann umsjónarmann-
inn.
„EruÖ þér ekki búnir að mat-
ast?“ spurði hann og hellti meiri
graut í trogin.
„Ég er sárhungraður enn og
þyrfti að fá dálítið meira í svang-
inn. Ekkert getur styrkt mig nema
kjarngóður matur. Þér vitið, að
mér kemur ekki dúr á auga?“
„Gerið yður gott af þessu, herra
minn. — Taras! Láttu manninn
fá spón og brauðhleif."
Hann settist við eitt trogið og
át ódæma kynstur af graut.
„Nú held ég, að þér séuð búinn
að sá á yður,“ sagði umsjónar-
maðurinn að lokum, þegar allir
aðrir voru staðnir upp frá borðum
og hann sat einn eftir með trogið
á hnjánum og hafði aðra höndina
á spæninum, en þrýsti hinni að
brjóstinu. „Ég held, að yður vei’ði
ógott af þessu öllu.“
„Yður grunar ekki, á hvílíkum
styrk ég þarf að halda, hvílíkum
tröllamætti. — Verið þér svo sælir,
Nikulás Niklulásson," bætti hann
við, reis upp og skók hönd um-
sjónarmannsins. „Verið þér nú
sælir.“
„Hvert ætlið þér að fara?“ spurði
umsjónarmaðurinn brosandi.
„Ekki neitt. Ég verð hér. En það
er ekki víst, að við sjáumst á morg-
un. — Þakka yður fyrir þægileg-
heitin.“
„Verið þér ekki svona bölsýnn,
vinur sæll. Verið stilltur, einlægt
stilltur,“ svaraði umsjónarmaður-
inn. „Leggizt út af og sofnið.
Sannið til: yður batnar fljótlega,
ef þér sofið dálítið meira.“
Vitskerti maðurinn táraðist.
Umsjónarmaðurinn lét bera af
borðinu. Hálfri stund síðar voru
allir í hælinu gengnir til náða og
sofnaðir — nema einn maður.
Hann lá vakandi í rúmi sínu. Hann
nötraði af geðshræringu og þrýsti
höndum heljarfast að brjósti sínu.
Honum fannst sem óþekkt, ban-
vænt eitur hríslaðist þaðan um
allan líkamann.
V.
Hann festi ekki blund nætur-
langt. Hann hafði slitið upp þetta
rauða blóm, og það var ævarandi
dáð, sem hann hafði verið kallaöur
til að drýgja. í fyrsta skipti, sem
hann leit út um rúðuna á hurð-
inni, hafði hann komið auga á
rauðu blómin, og jafnskjótt varö
honum ljóst, til hvaða afreks hann
var borinn. í þessum fagurrauðu
blómum bjó allur máttur hins ilía
í heiminum. Hann vissi, að ópíum
var unnið úr valmúum. Ef til vill