Dvöl - 01.01.1943, Side 50

Dvöl - 01.01.1943, Side 50
48 DVÖL var það undirrót hinna óhugnan- legu hugmynda, er altóku hann og rændu hann ró. Allt illt í til- verunni hafði íklæðzt þessum blómum, og þau sugu til sín allt blóð, sem úthellt var að saklausu (og þess vegna voru þau lifrauð), og öll beiskjutár, sem felld voru. Þau voru dularfullar, hræðilegar verur, andstæður guðs og engla — djöfullinn í gervi hógværra og sakleysislegra blóma. Það var ó- hjákvæmilegt að slíta þau upp og tortíma þeim. Og þó var það eitt ekki nægjanlegt, heldur varð einn- ig að hindra, að þau næðu að veita illsku sinni út yfir heiminn með andardrætti sinum. Þess vegna hafði hann byrgt blómið sér við brjóst. Hann vonaði, að það yrði búið að missa kraft sinn, er morgun rynni. Illar megundir þess myndu læsa sig í brjóst hans, hríslast um líkama hans og sál, og þar myndu þær bíða lægri hlut — eða hrósa sigri. Sjálfur myndi hann farast. Hann myndi deyja — deyja sem ótrauður brautryðj- andi, er einn allra manna hafði þorað að ganga á hólm við ger- valla illvild tilverunnar. „Hinir sáu þau ekki. Ég sá þau. Ég vil heldur deyja en láta þau blómgast afskiptalaust“. Hann var orðinn lémagna af áreynslu hinnar ímynduðu bar- áttu, en lét þó ekki hugfallast undir krossi sínum og kvöl. Hann lá í öngviti, er aðstoðarlæknirinn vitjaði hans morguninn eftir. En hann raknaði brátt við, spratt upp úr rúminu og æddi um allt húsið og skrafaði við sjálfan sig og aðra hárri röddu og illskilj anlegum orðum. Hann fékk ekki að fara út í garðinn. Læknirinn sá, að hann léttist jafnt og þétt, enda æddi hann friðlaus um og svaf ekki um nætur, svo að hann lét dæla í hann stórum skammti af morfíni. Vit- firringurinn beitti ekki mótþróa, og litlu síðar kyrrðist skap hans. Loks sofnaði hann. Líkaminn hlaut loks hvíld, og sjálfur öðlað- ist hann gleymsku. Hugurinn hætti að starfa, jafnvel þótt enn væru til rauð blóm, sem hann fann sig kvaddan til að slíta upp, í beði úti í garðinum. Samt sem áður sleit hann það upp þrem dögum seinna, rétt fyrir framan nefið á gömlum gæzlu- manni, sem varð of seinn til að koma í veg fyrir athæfi hans. Vit- firringurinn tók á rás, rak upp hátt siguróp og nam ekki staðar fyrr en inni í herbergi sínu. Þar faldi hann blómið á brjósti sér. „Hvers vegna slítið þér upp blómin?“ spurði gæzlumaðurinn. Hann hafði elt hann inn. En vitfirringurinn var lagztur upp í rúm sitt og hafði krosslagt hendur á brjóstinu, eins og hans var vandi, og galt óskiljanlegum svörum við öllum spurningum. Gæzlumaðurinn lét sér þá nægja að taka af honum prjónahúfuna með rauða krossinum og hélt síð- an leiðar sinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.