Dvöl - 01.01.1943, Síða 50
48
DVÖL
var það undirrót hinna óhugnan-
legu hugmynda, er altóku hann
og rændu hann ró. Allt illt í til-
verunni hafði íklæðzt þessum
blómum, og þau sugu til sín allt
blóð, sem úthellt var að saklausu
(og þess vegna voru þau lifrauð),
og öll beiskjutár, sem felld voru.
Þau voru dularfullar, hræðilegar
verur, andstæður guðs og engla —
djöfullinn í gervi hógværra og
sakleysislegra blóma. Það var ó-
hjákvæmilegt að slíta þau upp og
tortíma þeim. Og þó var það eitt
ekki nægjanlegt, heldur varð einn-
ig að hindra, að þau næðu að
veita illsku sinni út yfir heiminn
með andardrætti sinum. Þess
vegna hafði hann byrgt blómið sér
við brjóst. Hann vonaði, að það
yrði búið að missa kraft sinn, er
morgun rynni. Illar megundir þess
myndu læsa sig í brjóst hans,
hríslast um líkama hans og sál, og
þar myndu þær bíða lægri hlut —
eða hrósa sigri. Sjálfur myndi
hann farast. Hann myndi deyja
— deyja sem ótrauður brautryðj-
andi, er einn allra manna hafði
þorað að ganga á hólm við ger-
valla illvild tilverunnar.
„Hinir sáu þau ekki. Ég sá þau.
Ég vil heldur deyja en láta þau
blómgast afskiptalaust“.
Hann var orðinn lémagna af
áreynslu hinnar ímynduðu bar-
áttu, en lét þó ekki hugfallast
undir krossi sínum og kvöl. Hann
lá í öngviti, er aðstoðarlæknirinn
vitjaði hans morguninn eftir. En
hann raknaði brátt við, spratt upp
úr rúminu og æddi um allt húsið
og skrafaði við sjálfan sig og aðra
hárri röddu og illskilj anlegum
orðum. Hann fékk ekki að fara út
í garðinn. Læknirinn sá, að hann
léttist jafnt og þétt, enda æddi
hann friðlaus um og svaf ekki um
nætur, svo að hann lét dæla í hann
stórum skammti af morfíni. Vit-
firringurinn beitti ekki mótþróa,
og litlu síðar kyrrðist skap hans.
Loks sofnaði hann. Líkaminn
hlaut loks hvíld, og sjálfur öðlað-
ist hann gleymsku. Hugurinn
hætti að starfa, jafnvel þótt enn
væru til rauð blóm, sem hann
fann sig kvaddan til að slíta upp,
í beði úti í garðinum.
Samt sem áður sleit hann það
upp þrem dögum seinna, rétt fyrir
framan nefið á gömlum gæzlu-
manni, sem varð of seinn til að
koma í veg fyrir athæfi hans. Vit-
firringurinn tók á rás, rak upp
hátt siguróp og nam ekki staðar
fyrr en inni í herbergi sínu. Þar
faldi hann blómið á brjósti sér.
„Hvers vegna slítið þér upp
blómin?“ spurði gæzlumaðurinn.
Hann hafði elt hann inn.
En vitfirringurinn var lagztur
upp í rúm sitt og hafði krosslagt
hendur á brjóstinu, eins og hans
var vandi, og galt óskiljanlegum
svörum við öllum spurningum.
Gæzlumaðurinn lét sér þá nægja
að taka af honum prjónahúfuna
með rauða krossinum og hélt síð-
an leiðar sinnar.