Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 52
50
D VÖL
komna verk mitt. Ég verð að drepa
það, drepa, drepa! Þá er öllu lok-
ið, öllu bjargað. Og þótt ég vildi
fela ykkur að gera það, þá er ég
eini maðurinn, sem getur gert það.
Þið mynduð hníga dauðir niður,
jafnskjótt og þið snertuð það“.
„Vertu hægur og talaðu ekki
svona mikið,“ sagði gamli gæzlu-
maðurinn, sem orðið hafði eftir til
þess að líta eftir honum.
Snögglega þagnaði vitfirringur-
inn. Hann hafði gert statt að
leika á karlinn. Hann var hafður
í fjötrum allan daginn, og hann
skyldi einnig dúsa í böndunum um
nóttina. Gæzlumaðurinn hallaði
sér til svefns á brekán, sem hann
breiddi á gólfið, þegar vitfirring-
urinn hafði neytt kvöldverðar
síns. Hann sofnaði brátt, og þá
tók vitfirringurinn til starfa.
Hann iðaði og engdist í bönd-
unum og loks gat hann mjakað
sér að járnbrík rúmsins. Hann
þuklaði vandlega á henni með
hendinn, sem hann fékk þó lítt
beitt vegna örvitastakksins, og
síðan tók hann að nudda henni
hratt og fast við bríkina. Eftir
langa mæðu var komið gat á ó-
þjálan strigann. í gatið læsti hann
vísifingrinum. Nú varð honum
léttara um vik. Með lagni og katt-
lipurð, sem margur heilbrigður
maður hefði ekki búið yfir, tókst
honum að leysa hnútinn, sem hélt
ermunum saman fyrir aftan bak
hans. Hann hlustaði lengi á hrot-
ur og svefnlæti gæzlumannsins.
Gamli maðurinn svaf fast, og vit-
firringurinn smokraði sér úr
stakknum og leysti böndin, sem
fjötruðu hann við rúmið. Hann
var laus og frjáls. Hann þreifaði
á hurðarhúninum. Dyrnar voru
læstar og lykillinn sjálfsagt í vasa
varðmannsins. Hann þorði ekki að
leita í vösum hans af ótta við að
vekja hann. En þá kom honum í
hug það úrræði að smjúga út á
milli járnrimlanna, er voru fyrir
glugganum.
Veður var kyrrt og hlýtt og
svartamyrkur. Glugginn var op-
inn. Vitfirringnum varð litið til
lofts. Þar blikuðu stjörnur á dökkri
festingunni. Hann sá þegar fá-
einar stjörnur, sem hann þekkti,
og honum duldist ekki, að þær
horfðu til hans með velþóknun.
Hann deplaði augunum ákaft og
fann sér vaxa ásmegin fyrir magn-
an geislanna, er til hans streymdu
frá stjörnunum. Hann varð að
beygja eina járnstöngina, er bann-
aði honum óhindraða för um
gluggann, smokra sér síðan út á
milli þeirra og stökkva niður í
kjarrið í króknum fyrir neðan
gluggann og klifra yfir garðmúr-
inn. Inni í garðinum yrði hann
svo að heyja lokabardagann — og
deyja, ef svo vildi verkast.
Hann reyndi fyrst að beygja
stöngina með höndunum einum,
en fékk engu áorkað. Þá datt hon-
um í hug að snúa aðra ermina á
örvitastakknum um endann á
stönginni, bregða hinni erminni