Dvöl - 01.01.1943, Page 56
54
D VÖL
arstroku hér um bil beint framan
í mig og sagði:
„Farðu og náðu í pípuna þína,
lagsmaður. Við getum spjallað
saman, á meðan ég er að þessu.
— Ég ætla svolítið út í vagninum
með þeirri gömlu minni seinni
partinn.“ — Þetta síðasta sagði
hann svo sem til skýringar á því,
að hann væri að fást við aktygin
svona á sjálfan sunnudaginn.
Ég fór inn, eins og hann sagði
mér, og sótti pípuna, stoppaði
hana með tóbaki úr vasa gamla
mannsins og kveikti í henni. Svo
settist ég á kassa, sem þarna var,
og beið þess, sem Niels gamli ætl-
aði að segja við mig.
„Já, það er nú svona, kvenfólk-
ið,“ sagði hann svo. „Sú gamla
mín vill nú gjarna koma út svona
á sunnudögum — þykir alltaf
gaman að aka með góðum hest-
um.“
Ég jánkaði þessu. Það var nefni-
lega á allra vitorði, að Niels Han-
sen kenndi alltaf kerlingu sinni
um og þóttist gera það fyrir hana,
þegar þau fóru eitthvað út í vagn-
inum sér til gamans, þó það raun-
ar væri hann sjálfur, sem var al-
veg trylltur í að aka með góðum
hestum.
„En þú hefir nú ekki mikið að
segja af því — ert ekki farinn að
þekkja það ennþá — kvenfólkið á
ég við —“ hélt hann áfram. „En
það er nú líka nógur tíminn til
þess.“
Ég sagði það satt vera. Niels
Hansen glotti og sendi út margar
reykjarstrokur, áður en hann
spurði:
„Skemmtir þú þér vel í gær-
kvöldi? — Þú munt hafa komið
seint heim?“
„Já — jæja, nokkuð svo,“ sagði
ég sem svar við báðum spurning-
unum.
„Og auðvitað hefirðu orðið Inger
minni samferða?“ Þetta sagði
hann undirfurðulega og drap um
leið tittlinga framan í mig, svo að
mig grunaði að eitthvað byggi
undir; og samvizkan, þótt hún
reyndar væri glöð og góð, sagði
mér, að frá sjónarmiði Niels Han-
sens hefði getað verið eitthvað að
athuga yið afstöðu mína kvöldið
áður. Ég fór því að vera eins og
dálítið á verði.
„Já,“ skrökvaði ég, „það er að
segja — ég fylgdi Maríu Gregers
heim á eftir.“
„Já-m, ja-um — já,“ sagði Ni-
els gamli íhugandi. „Auðvitað —
það var alveg rétt — öldungis rétt
af þér.“ Hann fór fram i dyr,
hristi öskuna úr pípunni, tróð í
hana aftur og kveikti, áður en
hann hélt áfram:
„Já, hvað ég vildi nú segja —
þú fylgir henni kannske oft heim,
henni Maríu, þegar þið hafið verið
úti að skemmta ykkur?“
„Nú, svona stundum," svaraði
ég.
„Já, það er ekkert um það að
segja,“ mælti Niels og kepptist við
aktygin, þótt þau væru nú orðin