Dvöl - 01.01.1943, Page 58

Dvöl - 01.01.1943, Page 58
56 lítið hrærður yfir því, hve mikla umhyggju gamli maðurinn bar fyrir framtíð minni í hjúskapar- málum, því að ég efaðist ekki um einlægni hans. En á hinn bóginn var mér þó hálfógeðfellt að tala um þetta — og munu flestir, sem einhvern tíma hafa verið ungling- ar, geta skilið það. „•Jæja,“ sagði svo Niels Hansen allt í einu. „Þegar þú ert nú svona á samkomum með ungu fólki og skemmtir þér, er það þá engin af ungu stúlkunum, sem þér lízt sér- staklega vel á?“ „O, ekki get ég nú sagt það,“ svaraði ég með nokkurri undan- færslu. „Hvaða vitleysa, drengur, það er þá vegna þess, að þér lízt á of margar — kannske þær allar?“ Niels gamli sagði næstum því byrstur. Ég fór að skellihlæja. „Kannske það,“ sagði ég. „Nú ég segi ekkert um það. — Það er raunar alveg eins og það á að vera — á þínum aldri.“ Niels Hansen var nú aftur léttur í máli. „Ég var nú satt að segja alveg með sama markinu brenndur á þínum aldri.... En þú getur þó sagt mér, hvort það er ekki einhver, sem þér þykir svona einna fallegust?" Ég hugsaði mig lengi um og nefndi svo loksins stúlku úr öðru þorpi, sem ég aðeins þekkti í sjón, og hafði aldrei dottið í hug, að væri neitt sérstaklega lagleg. d vöi. „Það væri þá helzt hún Olga Olsen frá Tystrup,“ sagði ég. „Já-m, ja-um, jahá,“ sagði Niels gamli og varð píreygur. „Lagleg stúlka, Olga — dökkhærð, dökk- eyg — með kinnar eins og epli — Jahá. .. . En það er nú hængur á því, drengur minn. Þar er víst allt upptekið. Hann Jörgen hérna, bróðursonur hennar Soffíu minn- ar, er nú víst búinn að festa alla sína króka í henni.... En það hlýtur að vera einhver önnur?“ „Já, Niels Hansen, allar hinar!“ hrópaði ég skellihlæjandi og von- aði að þar með yrði þessari yfir- heyrslu lokið. „Eins og mig grunaði!" Niels Hansen hló nú líka af fullum hálsi. „Já, það segi ég ekkert um — jafnvel þó það væri eitthvað ofboðlítið meira. Ég tel það alveg sjálfsagt, og eins og það á að vera, að ungir menn séu dálítiö stima- mjúkir við stúlkurnar — kyssi þær og fái koss og koss hjá þeim, þeg- ar svo ber undir, — þaö er ekki nema eins og það á að vera. Ungir piltar eiga ekki að vera neinir tré- drumbar. Nei, nei, nei, nei. En var- ast ber þó alla óþarfa íjölþreifni — slíkt hefir ekkert gott í för með sér.... En annað — svona í mein- leysi og sakleysi — ekki nema al- veg sjálfsagt. ... Ég var svona sjálfur, alveg þangað til ég gift- ist henni Soffíu minni. ... Og henni hefir kannske ekki þótt neitt að góðu atlæti heldur, hún var nú ung líka — og hefir okkar hjóna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.