Dvöl - 01.01.1943, Síða 58
56
lítið hrærður yfir því, hve mikla
umhyggju gamli maðurinn bar
fyrir framtíð minni í hjúskapar-
málum, því að ég efaðist ekki um
einlægni hans. En á hinn bóginn
var mér þó hálfógeðfellt að tala
um þetta — og munu flestir, sem
einhvern tíma hafa verið ungling-
ar, geta skilið það.
„•Jæja,“ sagði svo Niels Hansen
allt í einu. „Þegar þú ert nú svona
á samkomum með ungu fólki og
skemmtir þér, er það þá engin af
ungu stúlkunum, sem þér lízt sér-
staklega vel á?“
„O, ekki get ég nú sagt það,“
svaraði ég með nokkurri undan-
færslu.
„Hvaða vitleysa, drengur, það er
þá vegna þess, að þér lízt á of
margar — kannske þær allar?“
Niels gamli sagði næstum því
byrstur.
Ég fór að skellihlæja.
„Kannske það,“ sagði ég.
„Nú ég segi ekkert um það. —
Það er raunar alveg eins og það
á að vera — á þínum aldri.“ Niels
Hansen var nú aftur léttur í máli.
„Ég var nú satt að segja alveg með
sama markinu brenndur á þínum
aldri.... En þú getur þó sagt mér,
hvort það er ekki einhver, sem þér
þykir svona einna fallegust?"
Ég hugsaði mig lengi um og
nefndi svo loksins stúlku úr öðru
þorpi, sem ég aðeins þekkti í sjón,
og hafði aldrei dottið í hug, að
væri neitt sérstaklega lagleg.
d vöi.
„Það væri þá helzt hún Olga
Olsen frá Tystrup,“ sagði ég.
„Já-m, ja-um, jahá,“ sagði Niels
gamli og varð píreygur. „Lagleg
stúlka, Olga — dökkhærð, dökk-
eyg — með kinnar eins og epli —
Jahá. .. . En það er nú hængur á
því, drengur minn. Þar er víst allt
upptekið. Hann Jörgen hérna,
bróðursonur hennar Soffíu minn-
ar, er nú víst búinn að festa alla
sína króka í henni.... En það
hlýtur að vera einhver önnur?“
„Já, Niels Hansen, allar hinar!“
hrópaði ég skellihlæjandi og von-
aði að þar með yrði þessari yfir-
heyrslu lokið.
„Eins og mig grunaði!" Niels
Hansen hló nú líka af fullum
hálsi. „Já, það segi ég ekkert um
— jafnvel þó það væri eitthvað
ofboðlítið meira. Ég tel það alveg
sjálfsagt, og eins og það á að vera,
að ungir menn séu dálítiö stima-
mjúkir við stúlkurnar — kyssi þær
og fái koss og koss hjá þeim, þeg-
ar svo ber undir, — þaö er ekki
nema eins og það á að vera. Ungir
piltar eiga ekki að vera neinir tré-
drumbar. Nei, nei, nei, nei. En var-
ast ber þó alla óþarfa íjölþreifni
— slíkt hefir ekkert gott í för með
sér.... En annað — svona í mein-
leysi og sakleysi — ekki nema al-
veg sjálfsagt. ... Ég var svona
sjálfur, alveg þangað til ég gift-
ist henni Soffíu minni. ... Og
henni hefir kannske ekki þótt neitt
að góðu atlæti heldur, hún var nú
ung líka — og hefir okkar hjóna-