Dvöl - 01.01.1943, Page 59

Dvöl - 01.01.1943, Page 59
D VÖL 57 band blessazt fyrir því í bráðum fjörutíu ár — lof sé Guði! — En það er nú sama — einhvern tíma kemur að því, að maður verður að velja eina úr.... Laglega stúlku myndarlega, vel verki farna og — efnaða!" Niels gamli lagði undir flatt og drap titlinga framan í mig. „Og skeð getur, að hún fynd- ist!“ Mér fór nú ekki aö verða um sel. Ég sá það greinilega á gamla manninum, að hann hafði ein- hvern ákveðinn tilgang með öllu þessu skrafi. Én mig langaði ekk- ert til, að hann færi að segja mér fyrir verkum í kvonbænaiðju — og satt að segja var ég mjög langt frá því að vera nokkuð að hugsa um að staðfesta ráð mitt. Ég ætl- aði því að slá hann út af laginu með því að nefna þá ólíklegustu, — stúlku, sem allir vissu að var trúlofuð, þó það ætti víst að vera heimullegt. „Hvað segirðu um hana Elínu, frænku hans Hermanns tengda- sonar þíns, Niels Hansen?“ mælti ég og reyndi aö líta alvarlega og úhyggjusamlega út, eins og ég hélt, að bezt ætti við. „Hana Elínu, frænku hans Her- manns?“ Niels gamli gretti sig allan í framan. „Nei, slepptu henni drengur minn. Ég sá reynd- ar, að þið voruð eitthvað að kjá hvort framan í annaö þarna niðri á akrinum um daginn, þegar hún var að hjálpa okkur aö hiröa. En hú:er nú svona, hún Elín, hún meinar ekki nokkurn skapaðan hlut með því.... Og svo á hún nú ekkert til. Hún er nú samt bezta stúlka, hún Elín. En ég hélt, aö þú vissir það, sem allir vita, að hún er harðtrúlofuð rakara í Slagelse." Ég varð niðurlútur og reykti í ákafa. Ég gat ekki neitað, að ég vissi þetta allt saman. — Og svo sagði ég' hálfvandræðalega: „Já, þarna sérðu, Niels Hansen. Ég get ekki einu sinni fengið El- ínu, sem ekkert á til — og hefði það þó verið við mitt hæfi og nokkurs konar jafnræði, þar sem ég á ekkert heldur.“ „Vitleysa! mælti Niels Hansen. „Ég er nú búinn að segja þér mína skoðun á því máli. — En ég ætla aðeins aö segja þér það, að ef þú fengir s t ú 1 k u n a, þá yrði kannske einhver ráð til að sjá þér fyrir staðfestu, sem þú gætir verið ánægður með. Láttu bara mig um það!“ Mér fór nú að verða þetta blátt áfram ráðgáta. Það var auðséð á Niels gamla, aö honum var alvara, og ég gat ekki skilið, hvað honum gæti gengið til, eða hvaöa stúlka þaö gæti verið, sem honum var svo annt um að ég kvæntist, að hann vildi vinna það til, að sjá mér fyrir staöfestu, sem hér þýddi vit- anlega ekki annað en ábýlisjörð með tilheyrandi búi, ef þau ráð mættu takast. — Ég sat því graf- lcyrr á kassanum, saug pípuna og hefi sjálfsagt litið fremur sauðar- lega út, meðan ég beið þess, aö
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.