Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 64
62
fákunnandi og menntaðir, lítil-
sigldir og voldugir. Sumir voru
búnir að hætti Norðurálfumanna,
aðrir sveipaðir skikkjum, sem lítt
voru frábrugðnar klæðum þeim,
er notuð voru á dögum Múhaineðs.
Látlaus straumur fólks var út í
skipið: Þar komu mæður með
kornung börn á baki sér, öldung-
ar, sem vart gátu staðið upprétt-
ir, fólk á manndómsskeiði og
dauðvona skör, haltir menn og
blindir. En eitt einkenndi alla:
Yfir öllum hinum ólíku andlitum,
hvort heldur þau voru slétt og
sælleg eða hrukkótt og skorpin,
hvíldi sæll friður. Hinir snauðu og
tötralegu og þeir efnuðu og skart-
búnu voru allir eitt. Þeir voru
sanntrúaöir pílagrímar á leið til
móðurborgarinnar miklu. Allra
hugir voru haldnir einni og sömu
hugsun: Guð hafði af mildi sinni
leyft þeim að sjá Arabíu, hið gamla
frón, land spámanns síns, hið
ginnheilaga láð allra Múhameðs-
trúarmanna.
Fjöldamargir farþeganna urðu
að hafast við á þiljum uppi. Þar
bjuggu þeir um sig eftir föngum á
dýnum og brekánum og röðuðu í
kringum sig pottum sínum og
nestiskörfum. Handa kvenfólkinu
voru gerð dálítil skýli. Allir höfðu
meðferðis einhver matarföng:
fuglakippur, grænmeti og þurrk-
aðan fisk. Auk þess fékk hver
maður daglega dálítinn skerf af
soðnum hrísgrónum úr eldhúsi
skipsins og heitt vatn að vild.
D VÖL
Meðan skipið var á sjó, kvöddu
prestar pílagrímana til bæna-
gerðar fimm sinnum á dag. Þá
þyrptust þeir í stafn, breiddu á
þiljurnar hnjápúða sína og sneru
andlitum til Mekku. Og allt í einu
ríkti einkennileg kyrrð á skipinu.
Ekkert hljóð var að heyra, nema
högg aflvélarinnar, báruniðinn,
rödd prestsins, sem bænina flutti,
og samhljóma endurtekningar
biðjandi lýðs, sem kraup á kné og
reis á fætur til skiptis.
Akkerum var varpað fyrir utan
Jedduhöfn, og pílagrímarnir flutt-
ir í land á aröbskum bátum með
rauðbörkuðum seglum. Þegar í
land kom, lá leiðin gegnum hrör-
lega tollbúð, þar sem svipþungur,
eineygur Sýrlendingur með svart
yfirskegg og vopnaður tveim rýt-
ingum og löngu sverði, grandskoð-
aði vegabréf manna og farangur.
Hann skipaði Abdúl Rahman og
konu hans að koma í lögreglustöð
bæjarins að tveim klukkustundum
liðnum.
Þegar þau Abdúl og Múníra
komu í lögreglustöðina, var Sýr-
lendingurinn eineygi þangað kom-
inn. Hann skoðaði nú vegabréf
þeirra á nýjan leik og hálfu gaum-
gæfilegar en áður, velti þeim milli
fingra sér og bar að þeim stækk-
unargler. Eftir margvíslegar spurn-
ingar kvað hann upp þann úr-
skurð, að vegabréfin yrðu að fara
til lögreglustjórans sjálfs, er myndi
afhenda þau borgarstjóranum í
Jeddu, svo að hann gæti sent þau