Dvöl - 01.01.1943, Page 65

Dvöl - 01.01.1943, Page 65
DVÖL Öá stjórnarvöldunum í Mekku til á- lits. Þegar Abdúl spurði, hvenær hann gæti vænzt svars frá Mekku, ók Sýrlendingurinn sér aSeins þyngslalega, og það var auðráðið af öllu, að hann lét sér það á sama standa. Abdúl duldist ekki, að hann myndi aldrei ná til Mekku áður en hinar árlegu helgitíðir yrðu um garð gengnar, ef hann nyti ekki hjálpar voldugra og ráðamikilla Araba. Ættarhöfðingjarnir í Mekku hafa mjög hönd í bagga um mál pílagrímanna. Þeir hafa erindreka í öllum helztu borgum Múhameðstrúarmanna, og til þeirra leita allir, sem hafa í hyggju að fara pílagrímsför til Mekku. Þegar pílagrímarnir koma til Jeddu, bíður þar ævinlega mesti sægur af erindrekum ætt- arhöfðingjanna. Abdúl Rahman leitaði nú á náðir eins þessara er- indreka, Múhameðs Saleh, sem var umboðsmaður Abdúl Getans, eins voldugasta ættarhöfðingjans í Mekku. Þau hjón, Abdúl og Múníra, tóku sér aðsetur í gistihúsi einu. En ekki höfðu þau lengi hafzt þar við, er sex arabskir hermenn með alvæpni ruddust inn í herbergi þeirra. Fluttu þeir Abdúl kveðju lögreglustjórans og bönnuðu hon- úm að fara út fyrir múra borgar- innar án sérstaks leyfis; gæti eins vel svo farið, að hann yrði kyrr- settur í Jeddu í mörg ár. Abdúl hnykkti við, en þó svar- aði hann: „Al-hamdu-litlah“ — verði guðs vilji. Þegar Múhðjmeð Saleh frétti þetta, bauð hann Abdúl að dvelja í húsi sínu. Það boð var þegið með þökkum, og þrátt fyrir vonbrigðin og erfiðleikana var Abdúl vongóð- ur um lyktir mála sinna, enda leitaðist Múhameð stöðugt við að hughreysta hann. „Það er aðeins í gljúpum jarð- vegi, að plógurinn ristir djúpt,“ sagði hann. „Víst verður þetta þungur róður, en við fáum samt mál okkar fram í tæka tíð.“ Abdúl voru nú fengin aröbsk klæði, síð skikkja úr úlfaldahári og hvítur höfuðbúnaður. En enda þótt vel mætti ætla hann Tyrkja eða Sýrlending, er hann var kom- inn í þenna búnað, þótti ráðleg- ast að hann væri aldrei einn á ferli á götum úti. í rauninni var hann því fangi í húsi vinar síns. Mál hans var sótt af kappi, en þó sat allt við hið sama. Loks kom Abdúl Getan sjálfur frá Mekku. Hann var svipmikill maður, meðal- hár vexti, fatlaður lítils háttar, stóreygur og gáfulegur. Allir vott- uðu honum mikla virðingu og lutu höfði og kysstu hendur hans, er hann var kvaddur. Hann hafði þau tíðindi að flytja, að Feisal kon- ungsson, borgarstjóri í Mekku, væri á leið til Jeddu og hefði hann heitið Abdúl Rahman áheyrn í gistihöll, er konungsættin átti. Þangað héldu Abdúl Getan og Múhameð Saleh með skjólstæð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.