Dvöl - 01.01.1943, Síða 65
DVÖL
Öá
stjórnarvöldunum í Mekku til á-
lits. Þegar Abdúl spurði, hvenær
hann gæti vænzt svars frá Mekku,
ók Sýrlendingurinn sér aSeins
þyngslalega, og það var auðráðið
af öllu, að hann lét sér það á
sama standa.
Abdúl duldist ekki, að hann
myndi aldrei ná til Mekku áður
en hinar árlegu helgitíðir yrðu um
garð gengnar, ef hann nyti ekki
hjálpar voldugra og ráðamikilla
Araba. Ættarhöfðingjarnir í
Mekku hafa mjög hönd í bagga
um mál pílagrímanna. Þeir hafa
erindreka í öllum helztu borgum
Múhameðstrúarmanna, og til
þeirra leita allir, sem hafa í
hyggju að fara pílagrímsför til
Mekku. Þegar pílagrímarnir koma
til Jeddu, bíður þar ævinlega
mesti sægur af erindrekum ætt-
arhöfðingjanna. Abdúl Rahman
leitaði nú á náðir eins þessara er-
indreka, Múhameðs Saleh, sem
var umboðsmaður Abdúl Getans,
eins voldugasta ættarhöfðingjans
í Mekku.
Þau hjón, Abdúl og Múníra,
tóku sér aðsetur í gistihúsi einu.
En ekki höfðu þau lengi hafzt þar
við, er sex arabskir hermenn með
alvæpni ruddust inn í herbergi
þeirra. Fluttu þeir Abdúl kveðju
lögreglustjórans og bönnuðu hon-
úm að fara út fyrir múra borgar-
innar án sérstaks leyfis; gæti eins
vel svo farið, að hann yrði kyrr-
settur í Jeddu í mörg ár.
Abdúl hnykkti við, en þó svar-
aði hann: „Al-hamdu-litlah“ —
verði guðs vilji.
Þegar Múhðjmeð Saleh frétti
þetta, bauð hann Abdúl að dvelja
í húsi sínu. Það boð var þegið með
þökkum, og þrátt fyrir vonbrigðin
og erfiðleikana var Abdúl vongóð-
ur um lyktir mála sinna, enda
leitaðist Múhameð stöðugt við að
hughreysta hann.
„Það er aðeins í gljúpum jarð-
vegi, að plógurinn ristir djúpt,“
sagði hann. „Víst verður þetta
þungur róður, en við fáum samt
mál okkar fram í tæka tíð.“
Abdúl voru nú fengin aröbsk
klæði, síð skikkja úr úlfaldahári
og hvítur höfuðbúnaður. En enda
þótt vel mætti ætla hann Tyrkja
eða Sýrlending, er hann var kom-
inn í þenna búnað, þótti ráðleg-
ast að hann væri aldrei einn á
ferli á götum úti. í rauninni var
hann því fangi í húsi vinar síns.
Mál hans var sótt af kappi, en
þó sat allt við hið sama. Loks kom
Abdúl Getan sjálfur frá Mekku.
Hann var svipmikill maður, meðal-
hár vexti, fatlaður lítils háttar,
stóreygur og gáfulegur. Allir vott-
uðu honum mikla virðingu og lutu
höfði og kysstu hendur hans, er
hann var kvaddur. Hann hafði þau
tíðindi að flytja, að Feisal kon-
ungsson, borgarstjóri í Mekku,
væri á leið til Jeddu og hefði hann
heitið Abdúl Rahman áheyrn
í gistihöll, er konungsættin átti.
Þangað héldu Abdúl Getan og
Múhameð Saleh með skjólstæð-