Dvöl - 01.01.1943, Síða 66
64
inginn á tilsettum tíma. Feisal
konungsson sat í skrautlegu íben-
viðarhásæti, virðulegur maður að
yfirbragði og háttsemi. Hann
hlustaði gaumgæfilega á óskir Ab-
dúl Rahmans og förunauta hans
og hét þeim síðan að flytja málið
við föður sinn, Ibn Saud, konung
Arabíu. Enginn fengi að koma til
Mekku án vegabréfs með áritun
konungs sjálfs.
Nú fór í hönd langur biðtími.
Hinar helgu tíðir nálguðust óðum.
í Jeddu var krökkt af pílagrímum,
og dag hvern var þrotlaus straum-
ur fólks og farartækja á veginum
til Mekku. Á hverjum degi var innt
að málum Abdúls, en endanlegt
svar virtist ófáanlegt. Ferðalang-
urinn sat mæddur við gluggann
og horfði á pílagrímana þramma
út um borgarhliðið í löngum lest-
um.
Morgun einn kom Múhameð
Saleh heim með miklum fegins-
látum. Ibn Saud var búinn að á-
rita vegabréf Abdúls Rahman.
Báðir lofuðu Guð hástöfum, og
Abdúl hraðaði sér í skrifstofu
borgarstjóra.
En er þangað kom, snerist gleð-
in í sára örvæntingu. Honum var
tjáð, að konungur hefði að vísu
áritað vegabréf hans, en hins veg-
ar hefði eigi verið veitt nauðsyn-
leg heimild til þess að afhenda
það og óvíst, að það yrði gert fyrr
en sex ár væru liðin frá því, að
hann tók að játa Múhameðstrú.
Þenna sama dag barst sú fregn
D VÖL
um Jeddu, að Ibn Sauds konungs
væri von þangað', til þess aö votta
sendiherra Breta samúð Araba
vegna dauða Georgs konungs V.
Þrem dögum síðar kom konung-
urinn og föruneyti hans á hundrað
vögnum. Hópur svertingja fylgdi
sjálfum konungsvagninum. Þeir
voru í skarlatsrauðum klæðum og
fóru með brugðin sverö og skamm-
byssur við belti.
Múhameð Saleh fékk því til leið-
ar komið, að konungurinn veitti
hinum mædda pílagrím stutta á-
heyrn. Hann var leiddur fyrir
hann milli langra raða vopnaora
svertingja. Konungur sat í hásæti
sínu og hvíldi hendurnar á hnjám
sér. Hann var flestum mönnurn
hærri og þreknari, dökkbrúnn á
hörund og skeggjaður. Hann iðaði
í sæti sínu og renndi fránum
sjónum til beggja hliða og iyfi.i
höndunum aldrei af hnjám sér.
Abdúl Rahman var kynntur.
Konungur leit á hann til samþykk-
is og gaf til leyfis, að hann mætti
setjast og flytja málið úr sæti
sínu.
„Sanntrúuðum pílagrímum vil
ég ekki torvelda för til hinnar
helgu borgar,“ mælti konungur, er
Abdúl hafði flutt ræðu sína: „En
ég hlýt að vera á varðbergi gegn
svikurum. Vegna þess hefi ég
neyðzt til þess að banna þeim för
þangað, er eigi hafa játað Mú-
hameðstrú í sex ár.“
Konungur var hvass í máli og
mikill þungi í röddinni.