Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 69
DVÖL
67
Abdúl Getan, ættarhöfðingi, sem
tekizt hafði á hendur að greiða
götu þeirra í Mekku, fékk þeim
þegar leiðbeinanda, er skýrði fyr-
ir þeim helgisiðina. Eftir stutta
hvíld voru þau komin mitt í hers-
ingu pílagríma, er þrömmuðu um-
hverfis Kaaba, hið forna hús guðs,
er stendur í miðjum forgarði
stærsta musterisins — látlausa,
aflanga byggingu úr brúnu basalti,
sevaforna, tjaldaða svörtum
silkidúkum, sem setningar úr kór-
aninum voru bókaðar í gullnu
letri.
hetta hús er mesti helgidómur
Múhameðstrúarmanna, og hver
Pílagrímur, sem til Mekku kemur,
gengur sjö hringi umhverfis það,
°S nemur ávallt staðar í hverri
þringferð og kyssir heilagan, svart-
an stein, sem greyptur er í eitt
horn hússins og smeittur silfri.
^argir Múhameðstrúarmenn trúa
hví. að þessi steinn sé kominn úr
sjálfri Paradís og hafi verið drif-
hvítur í upphafi, en syndir píla-
Srímanna, er hafi kysst hann,
hafi gert hann svartan. Hann er
talinn vera hin eina leif ennþá
eldri byggingar, og hafi Abra-
ham notað hann sem hornstein,
er hann endurreisti kapelluna að
boði Guðs.
Við þenna stein var mikil þröng.
Sumir fengu vart slitið varir sínar
írá honum, og urðu þá gæzlumenn
að láta til sín taka, svo að ekki
lenti allt á ringulreið. — Þegar Ab-
húl og Múníra kysstu steininn,
fannst þeim sem ljúfur, magn-
þrunginn straumur geislaðist um
allan líkamann.
Þegar göngunni kringum helgi-
dóminn var lokið, héldu þau til
lindarinnar helgu, Zem-Zem, sem
sögð er vera lindin, er engillinn
fann Hagar við í eyðimörkinni. Af
henni drekka allir pílagrímar.
Hámarki sínu náði hátíðin
þó á Arafatvöllum, næstum
tuttugu röstum norðvestur af
Mekku. Hálfan annan sólarhring
var látlaus fólksstraumur á öllum
vegum til vallanna. Þangað
streymdu nú pílagrímarnir, tug-
þúsundir eftir tugþúsundir, fót-
gangandi, ríðandi á úlföldum, ösn-
um og aröbskum hestum og ak-
andi í bifreiðum og vögnum. Lítil
tjöld þutu upp á völlunum, og
brátt var þar komin stærri tjald-
borg en auga fengi yfir litið. Allir
biðu hinnar miklu stundar' Guðs
jarteikna með mikilli eftirvænt-
ingu og nokkrum ókyrrleika.
Að afloknu síðdegisbænahaldi
þyrptust allir pílagrímarnir út úr
tjöldunum, flýttu sér úr skikkj-
um sínum og tóku að veifa þeim
yfir höfðum sér og syngja píla-
grímasálminn: „Labayyk Alla-
humma labayyk.“ Allt var ein ið-
andi, syngjandi og biðjandi kös,
hvert sem litið var.
Sem hinir þrjú hundruð þúsund
pílagrímar, er saman voru safn-
aðir á Arafatvöllum, sungu af
mestri eftirvæntingu, veifuðu
skikkjum sínum af mestri ákefð