Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 76
74
D VÖL
mælti Ramí. „Hún getur valið
sjálf“.
Um þetta varS ekki frekar rætt.
Benja var um þaS kunnugt, að ef
hann ætti að velja, yrði val hans
að vera bróður hans að skapi. En
það, sem fyrir átti að koma, þoldi
enga bið.
Vegurinn niður að brúnni lá í
brattri brekku. Þar varð að aka af
mikilli varfærni. Þegar í brekkuna
kom, miðaði Benja byssu á bróður
sinn, hleypti af og stökk af vagn-
inum.
Hestarnir hlupu beint af augum
og hurfu með vagn og mann fram
af fljótsbakkanum.
Um kvöldið kom Natela. Hún
spurði eftir Ramí, en Benja kom
af fjöllum. Ramí hafði ekið að
heiman um morguninn.
Ramí kom ekki heim. Það leið
að nóttu. Þau voru tvö ein í hús-
inu.
„Það gerir ekkert til, þótt Ramí
sé farinn", mælti Natela.
„Nei, alls ekki“, mælti Benja.
Nóttin skall á. Þau gengu til
sængur. Benja mælti ekki orð frá
vörum. Um morguninn klæddist
Natela og hélt heimleiðis.
Þeir fundu Ramí við brúna dag-
inn eftir. Því næst komu þeir og
tóku Benja höndum“.
Við sátum að drykkjunni enn
um hríð, og ýmis umræðuefni
bar á góma. Ljósmyndahefti lá
á borðinu. Myndirnar hafði ég
tekið sumarið áður. Hann fletti
þeim um stund og mælti því næst:
„Ég varð einu sinni fyrir slysi.
Ég rifbeinsbrotnaði. Nú eru nokk-
ur ár liðin frá þvi að þetta kom
fyrir mig. Það mun hafa verið ár-
ið áður en ég kvæntist, sem þetta
var.
Við vorum á báti, ég og annar
maður. Þetta var að kvöldlagi að
áliðnu sumri. Við áttum heima í
Helgeroen, en ætluðum til Nev-
linghavn að heimsækja stúlku,
sem við þekktum.
En þegar við komum út fyrir
hafnargarðinn, hvessti af suð-
vestri, og það er löngum vont í
sjóinn þar við hafnargarðinn.
Þetta var smábátur, sem við vor-
um á. Hann var léttur og valt mik-
ið í ölduganginum.
Skyndilega stöðvast vélin, og
okkur tekur að reka í áttina til
lands.
Ég hugðist að gera við vélina í
skyndi, og félagi minn tók við
stýrinu á meðan. Það var ennþá
nokkur ferð á bátnum, svo að ég
bað hann að beita honum upp í
vindinn til þess að hann færi bet-
ur í sjó og ræki ekki eins hratt.
Ég stóð álútur yfir vélinni, en í
sama mund og ég rétti úr mér,
fataðist honum stjórnin. Bylgja
reið undir bátinn og lyfti honum
hátt upp, en á næsta andartaki
hneig hann niður í öldudalinn.
Ég missti fótanna og lá nærri, að
ég félli útbyrðis. Ég lenti á borð-
stokknum og rifbeinsbrotnaði".
J