Dvöl - 01.01.1943, Page 78
76
DVÖL
buöu heilum skipshöfnum til vet-
ursetu. Freuchen segir:
„Við dvöldum nokkra dásamlega
daga í Qeqertaq. Við höfðum dá-
lítið af áfengi meðferðis, en í
Grænlandi var vínbann. Við vorum
ósparir á „tárið“, enda linnti ekki
dansi og hátíðahaldi dögum sam-
an. Karl gamli var fræg skytta.
Það var siður hans að láta gesti
sína hengja reykjarpípur sínar á
nagla í grindunum, sem voru um-
hverfis hundagarð hans, og
aldrei var hann eins léttur í skapi
sem þegar hann gaf vinum sínum
nýjar pípur í stað þeirra gömlu,
er hann hafði skotið sundur.
Karl og Regína dóttir hans léku
bæði á hljóðfæri: gamli maður-
inn á fiðlu, dóttir hans á drag-
spil. Ég mun ekki í annað sinn
verða aðnjótandi þeirra geð-
hrifa, sem ég átti að fagna í
þessari litlu byggð, þegar feðginin
léku á hljóðfæri sín næturlangt í
glaða sólskini.
Qeqertaq liggur við fjörð einn,
semíþetta s}nn moraði af ísjökum á
reki. Skipstjóri okkar var ekki sem
ánægðastur með höfnina. En Karl
gamli taldi sérhvert álas um byggð
hans og fjörð, beina móðgun við
sig sjálfan. Og hvað sem öðru leið,
fengum við ekki að sigla brott fyrr
en íþróttahátíð mikil hafði verið
haldin í virðingarskyni við okkur.
Það var glímukeppni, og tóku bar-
dagafúsir menn úr öðrum byggð-
arlögum þátt í henni. Þeir, sem
ósigur biðu, fengu vænt staup af
brennivíni. — Sigurvegararnir
nutu gleðinnar og heiðursins af
afreki sínu. Ég komst síðar að raun
um, að þetta er einkenni íþrótta-
mannslegrar hugsunar meðal Eski-
móa.“
Hér er önnur skemmtileg lýsing
á hugsunarhætti Eskimóa í nyrztu
byggðum Grænlands:
„Það er gamall siður Eskimóa,
að sérhver veiðimaður, sem við-
staddur er, þegar stór dýr veiðast,
fái hlutdeild í bráðinni. En veiði-
menn teljast þeir einir, sem hafa
hunda. Þeir, sem eru hundalausir,
fá engan aflahlut.
Ég komst aö raun um þetta í
fyrsta skipti, sem ég fór á rost-
ungaveiðar.
Það er ávallt mikill gleðskapur á
ferðum, þegar rostungur er dreg-
inn á land og skorinn. Þaö er sið-
ur að draga þá að landi um há-
flæður og bíða síðan fjöru. Hver
maður fær sinn hlut, og allir vita
nákvæmlega, hvað af skepnunni
þeir eiga að fá. Sá, sem fyrstur
festir harpún í rostungi, telst hafa
banað skepnunni og fær beztan
hlut: höfuð, vinstra frambægsli,
innýfli og umfram allt hjartað.
Næsti maður fær hægra fram-
bægsli, en ekkert af innýflunum;
þriðji maöur vinstri afturhluta og
svo framvegis. Því fleiri sem menn-
irnir eru, því smærra er skepn-
unni skipt. Séu veiðimennirnir
tólf, verða hlutirnir tólf. Ég var
svo heppinn að fá frambægsli,
I