Dvöl - 01.01.1943, Side 79
DVÖL
77
því aS ég skaut rostunginn eftir
að annar hafði fest í honum har-
pún. Ég þakkaði innilega fyrir
mig, þegar ég var allt í einu orð-
inn eigandi að mörg hundruðum
tvípundum kjöts.
En um kvöldið, þegar við vorum
setztir í næturstað, sagði Græn-
lendingur mér, að enginn mætti
þakka fyrir kjöt. „Allir erum við
menn í þessu landi“, sagði hann.
„Og af því að við erum allir menn,
verðum við að hjálpa hver öðr-
um. En þess má ekki vænta, að
neinn þakki fyrir það. Ég veiði í
úag, en einhver annar aftur á
morgun. Stöku menn veiða aldrei
neitt, af því að þeir eru giftu-
minni en aðrir eða geta ef til vill
ekki hlaupið eða róið eins hratt.
Þeim væri það hin mesta raun að
þurfa ætíð að þakka grönnum
sínum. Og það væri líka allt annað
en viðkunnanlegt fyrir heppinn
veiðimann, ef þeir, sem hann um-
gengist, væru ævinlega fullir auð-
mýktar og þakklætis. Það myndi
svipta hann lífsgleði. Við vitum
Það, hér á landi, að gjafir gera
menn ófrjálsa, og með svipum eru
hundar tamdir.“
Þetta er siðspeki Eskimóa-
þyggðanna.“
Þeir Knud Rasmussen höfðu
upphaflega ætlað að setjast að við
Systraeyjar. En andbyr hrakti skip
þeirra af leið, skrúfa brotnaði í
ís og stýrisútbúnaðinn tók af skút-
unni í ofviðri og sjógangi. Bar það
að landi við Umanakbyggð í Norð-
stjörnufirði. Björguðust þeir þang-
að nauðuglega. Þar urðu þeir Knud
Rasmussen og Freuchen eftir og
reistu sér skýli til vetursetu. Það
var Týlistöðin, er síðar varð
nafnkunn mjög. Freuchen skýrir
svo frá:
„Hús okkar var hvorki sérlega
stórt né miklum þægindum búið.
Við vorum heldur ekki oftar heima
en nauðsyn bar til. Og þó var
hlýtt þar inni hina löngu vetrar-
mánuði, þegar á þakinu lá þykkur
fannfeldur. Og ævinlega var þar
margt gesta.
Ég kynntist fljótt þessu dásam-
lega fólki og batt við það ævilanga
vináttu. Aldrei hefir það borið við,
að ég grunaði þar nokkurn mann
um græsku. Kynni þess af hinum
ágæta brautryðjanda, Peary, er
fyrstur manna komst á norður-
heimsskautið, höfðu skapað hjá
því traust á hvítum mönnum, og
það hafði margt lært af kynnum
sínum við hann.
Við höfðum meðferöis hnattlík-
an og geymdum það á kassa við
tjaldskörina, meðan við vorum að
koma upp skýli okkar. Ég veitti
því eitt sinn athygli, að nokkrir
Eskimóar höfðu safnazt saman
kringum líkanið og hlýddu meö
andakt á frásögn gamals manns,
sem hét Asayuk. Ég skildi ekki,
hvað hann sagði. En ég var ungur
og frakkur. Ég vatt mér að þeim og
hugðist að fræða þá. En málfar
mitt var harla bágborið. Knud
Rasmussen hlustaði á mig stund-