Dvöl - 01.01.1943, Side 80

Dvöl - 01.01.1943, Side 80
78 tfVÖL arkorn og mælti síðan: „Það var óþarfi af þér að taka fram í fyrir gamla manninum. Hann var nefnilega að byrja að lýsa nátt- úrufari við suðurheimskautið." Ég komst að raun um, að gamli maðurinn — þetta var árið 1910 — var að segja þeim, sem yngri voru, að langt, langt suður í höf- um lifðu mörgæsir, sem ekki gætu flogið, og þar væru selir og fugl- ar dauðspakir, af því að þar væru engin rándýr, er þeim væru hættu- leg, eins og er í norðurhöfum. Þessarar orðræðu hefi ég oft minnzt, þegar fólk hefir spurt mig heimskulegra spurninga um það, hvers vegna ekki séu mörgæsir í norðurhöfum." Peter Freuchen fór eitt haustið verzlunarferð frá Týlistöðinni í Norðstjörnufirði suður til Tassius- ak og varð tepptur með menn sína í nokkra daga við Jór- víkurhöfða, norðan Melvilleflóa. Gisti hann hjá Qolugtinguaq, sem fyrr hafði verið einn af hjálpar- mönnum Pearys. Þar við Jórvíkurhöfða kynntist Freuchen merkilegum manni, An- gutidluarssuk að nafni, og er þessi frásaga af honum og Itusarssuk konu hans: „Við dvöldum við Jórvíkurhöfða í nokkra daga, því að ísinn hafði brotnað í hríðinni. Við notuðum tímann til þess að heimsækja vini okkar og snæða góðan mat. Angu- tidluarssuk var frægur fyrir veizlur sínar og höfðinglegt ör- læti. Dag einn vorum við allir inni og biðum þess, að kjötið soðnaði. Einn manna minna barmaði sér yfir því, að veðrið skyldi vera svo vont, að ekki var hægt að sækja lýsisrunna haf- tyrðla, sem hann langaði ákaft í. Orð mannsins hafa áreiðanlega verið höfð eftir, því að um kvöld- ið heyrðum við hrópað fyrir utan húsið: „Svo ber til, að boðið er í giviag í húsi Angutidluarssuks í kvöld.“ Vatnið kom fram í munninn á okkur, og við þustum af stað. En erfitt var um göngu sökum veðurofsans, ekki sízt þar sem byggðin við Jórvíkurhöfða er utan í bröttum bergflúðum. En allir komust þó til veizlunnar. Kven- fólkið fór strax úr skinnsokkun- um og skreið upp á hvílubekkina og tók að hjala saman. Angutidluarssuk sat á skákinni við vegginn og spurði, hvort ekki hefði verið harðsótt í hús sitt. Síðan sagði hann okkur sögu af manni, sem fokið hafði fram af klettabrúninni, og ekki væri því með öllu hættulaust að vera hér á ferð. „Ójú — ójú; hann hélt, að hann gæti hlaupið þrep af þrepi. En honum varð ekki annað en loft fyrir fæti. Og þannig endar sagan uf Kimik, sem reyndi að ganga í loftinu.“ Við hlýddum þegjandi á söguna, og hann hreyfði nýju umtalsefni. En engan fýsti að heyra sögur. Að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.