Dvöl - 01.01.1943, Side 82

Dvöl - 01.01.1943, Side 82
80 eyða hátíðamat sínum í jafn aum- ar og óverðugar manneskjur og okkur. „Mikli Angutidluarssuk! Hafið þið nokkurn tíma heyrt hans jafn- ingja getið, jafnvel þótt vitnað sé í sögur?“ Angutidluarssuk dró selsbelginn inn á mitt gólfið og tók sér öxi í hönd. Við steinþögðum, því að ekkert er jafn ánægjulegt og að sjá aðra erfiða fyrir sig. Angutid- luarssuk réðist á belginn og inni- hald hans, er allt var samfrosta. En þegar hann hafði höggvið helm- ing þess í bita, settist hann niður og valdi sér einn. Kjöt og fiður var samanfrosið. Hann braut lost- ætið milli fingra sér og stakk upp í sig. „Æ, æ; það er eins og ég bjóst við: Það er forarbragð að því. Hér með óska ég þess, að komu- menn allir forði sér út. Horaðir hundar mínir mundu ekki líta við þessu. Ég hefi glatað öllu áliti og trausti góðra manna.“ Þegar þetta hafði verið sagt, réðumst við allir á lostætið. Þeir, sem konur áttu, réttu þeim bita upp á hvílubekkina. í húsinu ríkti þögn, sem talaði máttugra máli en nokkur tunga. Hana rauf ekkert nema brothljóð, ef bein varð undir tönn. Með hvílíkri velsæld átum við haftyrðlana þetta kvöld! Þegar við höfðum satt sárasta hungrið, gáfum við okkur fyrst DVÖli tíma til að segja gamanyrði og hlæja. Á meðan grufluðum við í innýflum fuglanna og leituðum að blóðstorknum hjörtum, sem eru sérlega ljúffeng og skreppa saman undan tönnum manns. Angutidluarssuk og hin aldur- hnigna, góða kona hans, ljómuðu af fögnuði, er þau sáu matargleði gesta sinna. Konurnar á skákinni tóku að biðja um meira, en þegar menn þeirra réttu þeim bita, and- æfðu þær og vildu jafnvel ekki líta við því, sem að þeim var rétt. „Nei, ég vil ekki þenna bita. Ég vil þenna þarna, og tíndu af honum fjaðrir fyrir mig.“ Þær húktu þarna á skákinni og möttust um fuglana, sem þær voru að snæða, og sögöu sögur frá haftyrðlatekjunni síðastliðið sumar. En þegar veizlugleðin jókst enn, gættu þær sín ekki lengur og tóku að heimta vatn og annað þvílíkt. Loks keyrði svo um þver- bak, að Qolagtinguaq þoldi ekki mátið. „Hvað?“ hrópaði hann og stökk á fætur. „Hefir Angutidluarssuk allt? Getur hann komið með vorið inn í hús sitt? Mér heyrast álk- urnar vera komnar hingað norður í fuglabjargið. — Æ; nú sé ég, að það er bara kvenfólkið aö skrafa. Það mundi vera bezt, að við karl- mennirnir færum út, svo að kven- fólkið geti skrafað í næði.“ Við þetta sló felmtri á fagra kynið, svo að þögn varð um stund. Sumar konurnar blygðuðust sín
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.