Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 82
80
eyða hátíðamat sínum í jafn aum-
ar og óverðugar manneskjur og
okkur.
„Mikli Angutidluarssuk! Hafið
þið nokkurn tíma heyrt hans jafn-
ingja getið, jafnvel þótt vitnað sé
í sögur?“
Angutidluarssuk dró selsbelginn
inn á mitt gólfið og tók sér öxi í
hönd. Við steinþögðum, því að
ekkert er jafn ánægjulegt og að
sjá aðra erfiða fyrir sig. Angutid-
luarssuk réðist á belginn og inni-
hald hans, er allt var samfrosta.
En þegar hann hafði höggvið helm-
ing þess í bita, settist hann niður
og valdi sér einn. Kjöt og fiður
var samanfrosið. Hann braut lost-
ætið milli fingra sér og stakk upp
í sig.
„Æ, æ; það er eins og ég bjóst
við: Það er forarbragð að því.
Hér með óska ég þess, að komu-
menn allir forði sér út. Horaðir
hundar mínir mundu ekki líta við
þessu. Ég hefi glatað öllu áliti og
trausti góðra manna.“
Þegar þetta hafði verið sagt,
réðumst við allir á lostætið. Þeir,
sem konur áttu, réttu þeim bita
upp á hvílubekkina. í húsinu
ríkti þögn, sem talaði máttugra
máli en nokkur tunga. Hana rauf
ekkert nema brothljóð, ef bein
varð undir tönn.
Með hvílíkri velsæld átum við
haftyrðlana þetta kvöld!
Þegar við höfðum satt sárasta
hungrið, gáfum við okkur fyrst
DVÖli
tíma til að segja gamanyrði og
hlæja. Á meðan grufluðum við í
innýflum fuglanna og leituðum
að blóðstorknum hjörtum, sem
eru sérlega ljúffeng og skreppa
saman undan tönnum manns.
Angutidluarssuk og hin aldur-
hnigna, góða kona hans, ljómuðu
af fögnuði, er þau sáu matargleði
gesta sinna. Konurnar á skákinni
tóku að biðja um meira, en þegar
menn þeirra réttu þeim bita, and-
æfðu þær og vildu jafnvel ekki
líta við því, sem að þeim var rétt.
„Nei, ég vil ekki þenna bita. Ég
vil þenna þarna, og tíndu af
honum fjaðrir fyrir mig.“
Þær húktu þarna á skákinni og
möttust um fuglana, sem þær
voru að snæða, og sögöu sögur frá
haftyrðlatekjunni síðastliðið
sumar. En þegar veizlugleðin jókst
enn, gættu þær sín ekki lengur og
tóku að heimta vatn og annað
þvílíkt. Loks keyrði svo um þver-
bak, að Qolagtinguaq þoldi ekki
mátið.
„Hvað?“ hrópaði hann og stökk
á fætur. „Hefir Angutidluarssuk
allt? Getur hann komið með vorið
inn í hús sitt? Mér heyrast álk-
urnar vera komnar hingað norður
í fuglabjargið. — Æ; nú sé ég, að
það er bara kvenfólkið aö skrafa.
Það mundi vera bezt, að við karl-
mennirnir færum út, svo að kven-
fólkið geti skrafað í næði.“
Við þetta sló felmtri á fagra
kynið, svo að þögn varð um stund.
Sumar konurnar blygðuðust sín