Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 85
DVÖL
83
arssuar". Fám mínútum síðar sá
ég þrjú siglutré koma fram undan
ísborgunum við Aþólhöfða.
Það var sjaldgæft, að skip sæj-
ust um þetta leyti árs, og ég þótt-
ist undir eins vita, að þetta væri
eitt af hvalveiðiskipunum, „up-
ernadlet“ — „þeim, sem á vorin
koma“.
Allir þustu að bátnum okkar,
sem var fullur af kjöti, og tóku að
fleygja því á land. Kvenfólkið
tíndi saman tófuskinn, er það átti
í fórum sínum. Þaö var gaman aö
vita, að enn áttu þær skinn til
Þess að selja. Eiginlega höfðu þær
setlað að nota þessi skinn í föt á
sig, en nú hafði kaupskaparæðið
gripið þær, og þá var nú ekki leng-
ur haldið í skinnin.
Skipið nálgaðist mjög hægt. Ég
taldi Eskimóana á að bíða, þar til
Það var komið upp undir lehding-
úna. Það var ekki vert að róa
lengra en nauðsynlegt var. Þó var
ég sjálfur ákaflega fíkinn í að
írétta að heiman, og mér fannst
mikið til um að sjá skip um þetta
!eyti árs.
Ég byrjaði á því að ávarpa
fólkið, sérstaklega kvenþjóðina.
Eg sagði skýrt og skorinort, að
konur fengju því aðeins að fara
út í skipið, að þær hefðu engin
mök við sjómennina. Ég kvaðst
að sönnu ekki vera haldinn nein-
úm siðferðisgrillum, og mín vegna
mætti sérhver kona af þeim sök-
úm gera það, sem hana fýsti. En
Það væri kynsjúkdómarnir, sem
ég vildi bægja brott. Þess vegna
yrðu þær að heita þessu; ella
fengju þær ekki að fara með. Þær
sættu sig allar við skilyrði mitt.
Síðan var ýtt úr vör.
Áhafnir hvalveiðaskipanna eru
sjaldnast skipaðar þeim grand-
vörustu mönnum, sem fyrirfinn-
ast undir sólunni, en jafnan eru
það röskir menn. Vinnuharka er
þess vegna ætíð nauðsynleg á
hvalveiðaskipunum, til þess að
forða því, að þeir grípi til óæski-
legra úppátækja. Þess vegna eru
hvalveiðaskip jafnan fáguð eins
og forustuskip í flota: borðstokk-
arnir skafnir og olíubornir og
þiljurnar drifhvítar.
Adams skipstjóri stóð á stjórn-
palli á skipi sínu „Morning of
Dundee“. Hann var gamalkunn-
ugur á þessum slóðum og vinur
minn frá fornu fari. Hjá honum
var 1. stýrimaður, 74 ára gamall
maður. Hann hafði hafzt við á
sjónum síðan hann náði fjórtán
ára aldri og ekki séð ættjörð sína
í sumarskrúði í þrjú ár.
Þessir menn tveir fögnuðu okk-
ur vel.....Mér var boðið niður í
káetu og matur borinn fyrir mig.
Þegar til alls kom, var það sann-
arlega ánægjulegt að sitja við
dúkað borð og fá heitan mat og
mjúkt brauð og súkkulaði með
sykri (sykur var þrotinn hjá okk-
ur). Adams skipstjóri var einnig
með póst til okkar að heiman.
Við undum okkur hið bezta sam-
an.