Dvöl - 01.01.1943, Side 89
D VÖL
mitt. En allt í einu veitti ég því
athygli, með hvílíkri ílöngun Na-
varana horfði á kögglana, sem ég
hafði nagað af.
„Hvar er hreifinn þinn?“ spurði
ég.
„Ég át hann strax; ég gat hvort
eð var ekki soðið nema einn í
einu í þessari agnar grýtu“.
Mér duldist það ekki, að hún
skrökvaði, og ég krafðist þess, að
hún segði satt.
„Jæja þá“, sagði hún. „Kona,
sem heima situr og ekkert gerir,
þarf ekki eins mikið að borða og
stór karlmaður, sem á ferli er úti
í manndrápshríð til þess að afla
matar“.
Mér varð skapbrátt. Ég sagðist
fyrirlíta lygara, og til þess að sýna
henni það nógu greinilega, reyi’ði
ég skóþvengina fast að fótum mér,
þreif byssu mína og snaraðist út.
Hún horfði á eftir mér, en mælti
ekki orð frá vörum. Eskimóakonur
æðrast aldrei.
Ég var bæði hryggur og sneypt-
ur ..... Ég var svo síngjarn, að'
mér datt Navarana ekki einu
sinni í hug, áður en ég reif í
mig hreifann. Heilum hreifa hefði
ég þó hæglega getað skipt á milli
okkar“.
Svo fór, að Freuchen skaut tvo
héra, og með þá sneri hann heirn.
Navarana fagnaði honum vel.
„Hún tók þá af mér og kvaðst
alls ekki hafa vænzt þess, að ég
veiddi neitt. Hún sagðist vera
mjög hrygg, því að hún heföi
87
móðgað mig með því að bera
brigður á getu mína til að afla
matar, og sérstaklega blygðist hún
sín nú, er hún sæi órækan vott
þess, hve frábær skytta ég væri“.
Þau Navarana eignuðust tvö
börn, en samfarir þeirra urðu ekki
langar. Hún dó úr spönsku veik-
inni á ferðalagi í Grænlandi sum-
arið 1920, á heimleið frá Dan-
mörku. Er sár harmur fólginn í
hinni látlausu frásögn skáldsins
um banalegu hennar og andlát.
„Það var auðséð, að Navarana
hafði tekið spönsku veikina, þessa
sömu pest og þjáð hafði mig síð-
asta ár. Ég hjúkraði henni sjálf-
ur, og Fía feita, gamla vinkonan
okkar, hjálpaði mér dyggilega.
Navarana var mjög þakklát fyrir
aðhlynninguna og fegin því, að ég
gat verið hjá henni. Hún þráði
mjög að sjá börn sín.......
„Nú eru bæði litlu börnin okkar
fjarri“, sagði hún og bað mig að
segja sér af Pipaluk. Hvernig
dafnaði hún? Var hún orðin tal-
andi? Spurði hún nokkurn tíma
um mömmu sína?
... . Á þessum árum var enginn
læknir í Upernivík, og við gátum
ekkert gert henni til bjargar. Um
kvöldið spurði hún, hvað ég héldi
að gengi að sér: Að henni sæktu
hugsanir, sem hún vildi ekki
hugsa; þær kæmu óboðnar, sagði
hún.
Það var hræðilegt að sitja að-
gerðarlaus og sjá þrótt hennar
þverra smátt og smátt. Ég bað