Dvöl - 01.01.1943, Page 89

Dvöl - 01.01.1943, Page 89
D VÖL mitt. En allt í einu veitti ég því athygli, með hvílíkri ílöngun Na- varana horfði á kögglana, sem ég hafði nagað af. „Hvar er hreifinn þinn?“ spurði ég. „Ég át hann strax; ég gat hvort eð var ekki soðið nema einn í einu í þessari agnar grýtu“. Mér duldist það ekki, að hún skrökvaði, og ég krafðist þess, að hún segði satt. „Jæja þá“, sagði hún. „Kona, sem heima situr og ekkert gerir, þarf ekki eins mikið að borða og stór karlmaður, sem á ferli er úti í manndrápshríð til þess að afla matar“. Mér varð skapbrátt. Ég sagðist fyrirlíta lygara, og til þess að sýna henni það nógu greinilega, reyi’ði ég skóþvengina fast að fótum mér, þreif byssu mína og snaraðist út. Hún horfði á eftir mér, en mælti ekki orð frá vörum. Eskimóakonur æðrast aldrei. Ég var bæði hryggur og sneypt- ur ..... Ég var svo síngjarn, að' mér datt Navarana ekki einu sinni í hug, áður en ég reif í mig hreifann. Heilum hreifa hefði ég þó hæglega getað skipt á milli okkar“. Svo fór, að Freuchen skaut tvo héra, og með þá sneri hann heirn. Navarana fagnaði honum vel. „Hún tók þá af mér og kvaðst alls ekki hafa vænzt þess, að ég veiddi neitt. Hún sagðist vera mjög hrygg, því að hún heföi 87 móðgað mig með því að bera brigður á getu mína til að afla matar, og sérstaklega blygðist hún sín nú, er hún sæi órækan vott þess, hve frábær skytta ég væri“. Þau Navarana eignuðust tvö börn, en samfarir þeirra urðu ekki langar. Hún dó úr spönsku veik- inni á ferðalagi í Grænlandi sum- arið 1920, á heimleið frá Dan- mörku. Er sár harmur fólginn í hinni látlausu frásögn skáldsins um banalegu hennar og andlát. „Það var auðséð, að Navarana hafði tekið spönsku veikina, þessa sömu pest og þjáð hafði mig síð- asta ár. Ég hjúkraði henni sjálf- ur, og Fía feita, gamla vinkonan okkar, hjálpaði mér dyggilega. Navarana var mjög þakklát fyrir aðhlynninguna og fegin því, að ég gat verið hjá henni. Hún þráði mjög að sjá börn sín....... „Nú eru bæði litlu börnin okkar fjarri“, sagði hún og bað mig að segja sér af Pipaluk. Hvernig dafnaði hún? Var hún orðin tal- andi? Spurði hún nokkurn tíma um mömmu sína? ... . Á þessum árum var enginn læknir í Upernivík, og við gátum ekkert gert henni til bjargar. Um kvöldið spurði hún, hvað ég héldi að gengi að sér: Að henni sæktu hugsanir, sem hún vildi ekki hugsa; þær kæmu óboðnar, sagði hún. Það var hræðilegt að sitja að- gerðarlaus og sjá þrótt hennar þverra smátt og smátt. Ég bað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.