Dvöl - 01.01.1943, Page 97
DVÖL
Þar eru engin vopnabúr, enda er
ríki þeirra ekki af þeim heimi, sem
með vopnum er unninn eða eldi
eyddur. Engir verðir standa þar
við dyrnar, sem dæma um vega-
bréf eða búnað hins gangandi
gests. Skáldið á Skriðuklaustri
leiðir sjálfur gesti sína til stofu,
með sömu ástúð og lítillæti og
hann hefir boðið þeim inn í helgi-
dóma hjarta síns og listar í sögum
sínum. Eins og hann vann sitt
ríki án hersveita og hirðar, þarf
hann ekki heldur þeirra með því
til varnar.
í slíkri ævintýrahöll líður tím-
inn skjótt. Við njótum þeirrar
náðar að horfa undir hönd skálds-
ins og sjáum sýnir út um lönd.
„KlæðiÖ góða“ flýgur. Við hlust-
um í leiðslu á frásögn hans — frá-
sögn mótaða af lífsskoðun mann-
vinar og bróðurvilja.
Og enn birtist sýn, til baka, í
gamlan íslenzkan torfbæ, þar sem
lítill drengur handleikur penna og
blek, þegar önnur börn leika sér
að leggjum og völum, segir sjálf-
um sér sögur og ljóð, þegar önnur
börn flýja á náðir fullorðinna um
stundargaman, og horfir hug-
fanginn á hverja bók, sem fyrir
augun ber, og umgengst þær með
helgiblandinni lotningu. Hér hef-
ir vissulega gerzt ævintýri, furðu-
legt og dásamlegt. Það ævintýri
hrópar til þjóðarinnar. Bergmál
þess ómar frá hömrum fegursta
dals á íslandi. Það særir til dáða
og dugs.
9S
Ævintýrið af drengnum, sem
dreymdi um dáðir og listir og lét
sína drauma rætast, gekk djarfur
í höfðingjans búð og vann sér
sjálfur afreksorð og bar síðan um
seglin og sigldi heim að sigrinum
loknum, til þess lands þar sem
vagga hans stóð, skal brýna hvern
íslenzkan æskumann til dáða.
Og bergkastalinn í þessum skjól-
ríka dal er veglegur varði þessarar
sögu, í samræmi við hana og við-
eigandi. Hann er konunglegur,
eins og hinn ósýnilegi dulardómur,
sem höfundur hans hefir gefið ís-
lenzkum lesendúm, hinum
mörgu, sem ennþá bergja af
brunni íslenzkra bóka, meta og
vega, finna léttvægt og gulls í-
gildi, og láta ekki fordóma né
„trúarbrögð“ byrgja sér sýn.
Tíminn líður. Farandsveinninn
kemur og fer. Hann heilsar og
kveður, hlýðir sinni hvarflandi
köllun og hverfur frá einu til
annars. Hans hlutverk leikum við
nú, tveir félagar, og ekki er til setu
boðið. En hversdagsleiki lífsins á
ekki heima í þessum töfradal.
Hann er eitt óslitið ævintýri. Eftir
hlý handtök og árnaðaróskir er
stigið á bak. Nú eru hestarnir,
sem nýgræðingurinn hefir endur-
hresst, ákafari en nokkru sinni áð-
ur. Grundirnar glymja við. Fyrsta
bæjarleiðin er óslitinn sprettur.
Svanirnir kvaka, sauðféð dreifir
sér um hlíðar, árnar falla straum-
þungar og grípa fast um fætur
hestanna, finna að þeir eru traust-