Dvöl - 01.01.1943, Síða 97

Dvöl - 01.01.1943, Síða 97
DVÖL Þar eru engin vopnabúr, enda er ríki þeirra ekki af þeim heimi, sem með vopnum er unninn eða eldi eyddur. Engir verðir standa þar við dyrnar, sem dæma um vega- bréf eða búnað hins gangandi gests. Skáldið á Skriðuklaustri leiðir sjálfur gesti sína til stofu, með sömu ástúð og lítillæti og hann hefir boðið þeim inn í helgi- dóma hjarta síns og listar í sögum sínum. Eins og hann vann sitt ríki án hersveita og hirðar, þarf hann ekki heldur þeirra með því til varnar. í slíkri ævintýrahöll líður tím- inn skjótt. Við njótum þeirrar náðar að horfa undir hönd skálds- ins og sjáum sýnir út um lönd. „KlæðiÖ góða“ flýgur. Við hlust- um í leiðslu á frásögn hans — frá- sögn mótaða af lífsskoðun mann- vinar og bróðurvilja. Og enn birtist sýn, til baka, í gamlan íslenzkan torfbæ, þar sem lítill drengur handleikur penna og blek, þegar önnur börn leika sér að leggjum og völum, segir sjálf- um sér sögur og ljóð, þegar önnur börn flýja á náðir fullorðinna um stundargaman, og horfir hug- fanginn á hverja bók, sem fyrir augun ber, og umgengst þær með helgiblandinni lotningu. Hér hef- ir vissulega gerzt ævintýri, furðu- legt og dásamlegt. Það ævintýri hrópar til þjóðarinnar. Bergmál þess ómar frá hömrum fegursta dals á íslandi. Það særir til dáða og dugs. 9S Ævintýrið af drengnum, sem dreymdi um dáðir og listir og lét sína drauma rætast, gekk djarfur í höfðingjans búð og vann sér sjálfur afreksorð og bar síðan um seglin og sigldi heim að sigrinum loknum, til þess lands þar sem vagga hans stóð, skal brýna hvern íslenzkan æskumann til dáða. Og bergkastalinn í þessum skjól- ríka dal er veglegur varði þessarar sögu, í samræmi við hana og við- eigandi. Hann er konunglegur, eins og hinn ósýnilegi dulardómur, sem höfundur hans hefir gefið ís- lenzkum lesendúm, hinum mörgu, sem ennþá bergja af brunni íslenzkra bóka, meta og vega, finna léttvægt og gulls í- gildi, og láta ekki fordóma né „trúarbrögð“ byrgja sér sýn. Tíminn líður. Farandsveinninn kemur og fer. Hann heilsar og kveður, hlýðir sinni hvarflandi köllun og hverfur frá einu til annars. Hans hlutverk leikum við nú, tveir félagar, og ekki er til setu boðið. En hversdagsleiki lífsins á ekki heima í þessum töfradal. Hann er eitt óslitið ævintýri. Eftir hlý handtök og árnaðaróskir er stigið á bak. Nú eru hestarnir, sem nýgræðingurinn hefir endur- hresst, ákafari en nokkru sinni áð- ur. Grundirnar glymja við. Fyrsta bæjarleiðin er óslitinn sprettur. Svanirnir kvaka, sauðféð dreifir sér um hlíðar, árnar falla straum- þungar og grípa fast um fætur hestanna, finna að þeir eru traust-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.