Dvöl - 01.01.1943, Page 110
108
„Nei, þú getur ekki klætt þig i
það.“
„Jæja, ég held, að ég geti ekki
getið upp á því,“ sagði gamli
maðurinn og brosti ánægjulega.
í þeirri von, að smápeningarn-
ir, sem hann var vanur að fá á
sunnudögum, yrðu eltthvað með
rífara móti, bætti drengurinn við:
„Við fórum öll, pabbi, mamma,
María, Truns frænka, Dirk frændi,
Frans frændi, Pétur frændi og
sátum kyrr fyrir framan dálítið
í hálftíma.“
„Svo-o, er það látið í ramma?“
spurði afi.
„Ég má ekki segja það.“
Klukkutíma seinna kom Henk
inn til að fá sér eitthvað að drekka.
„Jæja, pabbi, nú verðurðu undr-
andi á miðvikudaginn. Þú færð
nokkuð, sem er ólíkt öllu, sem þú
hefir átt áður. Jet vildi gefa þér
nýja biblíu, Dirk stakk upp á hæg-
indastól og María vetrarfrakka.
En ég setti hnefann í borðið. Ég
vissi, að þú myndir ekki kæra þig
um slíka hluti. S\o að ég sagði —
ja, þú sérð nú, hvað ég sagði. Það
verður ekkert gaman, ef þú veizt
það allt fyrir.“
„Ég er viss um, að ég get getið,
hvað það er. Eigum við að veðja?
Ég finn það á loftinu."
„Og ég skal veðja, að þótt þú
getir allan daginn og nóttina með,
kemst þú ekki að því rétta,“ svar-
aði Henk.
Gamli maðurinn sat um stund
D VÖL
hugsandi bak við þétt reykský úr
pípunni sinni og sagði svo:
„Það er eitthvað ferhyrnt. Það
hefir 28 augu, 28 hendur, 28 eyru,
en 14 munna. Er það ekki rétt,
ha?“
„Hvað er þetta!“ hrópaði Henk,
„eru þau strax búin að segja þér
það? Nú, ertu ánægður?"
„Ég var einmitt að segja þér,
að þú ættir að láta taka mynd af
þér, áður en þú færir til Ind-
lands. Við sjáum tæplega hvor
annan í bráð.“
Seinna sama daginn urðu þau
Dirk og Jet frænka til þess að
segja frekar frá þessu, og þau
þóttust verða alveg undrandi yfir
því, að aðrir skyldu vera búnir að
segja frá leyndarmálinu á undan
þeim. Þetta var nú raunar ekki
neitt leyndarmál lengur, og öllum
kom saman um, að myndin væri
þrátt fyrir allt bezta gjöfin, sem
hægt hefði verið að velja, já,
miklu betri en biblía, stóll eða
frakki. Fjölskyldumynd var gjöf
við allra hæfi og var alltaf við-
eigandi. Afi varð að fá stækkað
eintak í ramma, en aðrir áttu bara
að fá mynd í venjulegri póstkorts
stærð. Allir, jafnt ungir og gamlir,
biðu eftlrvæntingarfullir eftir að
sjá myndina.
Þegar afi var háttaður á þriðju-
dagskvöldið, fóru þeir Dirk, Pétur
og Henk að skreyta dagstofuna,
eins og undirbúa ætti brúðkaups-
veizlu. Yfir speglinum var festur