Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 116
ii4
£> VÖL
getur ekki annað én verið þakklát,
þau hafa veitt og notið sameigin-
lega, hún viljalaust rekald á gelgju-
skeiði kynþroskans, hann heill og
einlægur í regindýpi ástarinnar.
Og ást hans hefir frelsað hana úr
klóm þeirrar ánauðar, sem faðir
hennar seldi hana í, þegar hún gegn
eigin vilja var heitin Þorvaldi.
Hallgerður leggur því hendurn-
ar um hálsinn á Glúmi. „Skalt
þú veita mér bæn þá, er ek mun
biðja þik?“ „Veita mun ek þér, ef
þér er sæmd í,“ segir hann, „eða
hvers vilt þú biðja?“ Hon mælti:
„Þjóstólfr er rekinn í braut vestan
þaðan — ok vilda ek, at þú leyfðir
honum at vera hér. Enn ek vil þó
eigi þvert taka, ef þér er lítit um.“
Glúmur mælti: „Nú er þér ferr svá
vel, skal ek veita þér þetta. Enn
seg, at hann skal í brautu verða, ef
hann tekr nakkvat ilt til.“
Glúmur veit, að Hallgerði má
treysta. —
Þjóstólfur situr á strák sínum í
fyrstu, en svo fer, að hann hlíf-
ist „við engan mann, nema við
Hallgerði.“ Máttur ósigra hans
birtist í vaxandi ójöfnuði. Þolin-
mæði og umburðarlyndi Glúms
þrýtur. Ásthugi og eiginmaður eru
tveir vígahnettir, sem aldrei geta
átt sámleið, án þess að til árekstra
komi.
Glúmur segir konu sinni, aö
Þjóstólfur verði að hypja sig burt.
En konan stjórnast fremur af
duttlungum tilfinninganna heldur
en þunga röksemdanna. Hjarta
hennar er leyndardómur. Og þó
að Þjóstólfur hafi fyrir löngu brot-
iö skilyröi þau, sem sett voru fyrir
dvöl hans á Varmalæk, tekur hús-
freyjan samt svari hans.
„Glúmr dráp til hennar hendi
sinni.“
„Hon unni honum mikit ok mátti
eigi stilla sik ok grét hástöfum.
Þjóstólfr gekk at henni ok mælti:
Sárt ert þú leikin ok skyldi eigi
svá oft.“ „Ekki skalt þú þess hefna,“
segir hon, „ok engan hlut í eiga,
hversu sem með okkr ferr.“
En sagan endurtekur sig: Þjóst-
ólfur vegur eiginmann Hallgerðar.
Hallgerður hlær, þegar morð-
inginn segir tíðindin. Kvenhetjur
hlæja, þó að hjartað gráti. Hefnd
þeirra er hugsuð með sálrænni ná-
kvæmni. Vei hverjum þeim, sem
fyrir hefndinni verður.
Hallgerðnr ræður Þjóstólfi alð
leita á náðir Hrúts, föðurbróður
hennar. Hún þekkir hug frænda
síns. Hún er að senda Þjóstólf und-
ir sverðið.
Hann lætur ginna sig eins og
þurs. Hann rengir að vísu heilindi
Hallgerðar, en umkomuleysi og
ráðþrot hans er svo gersamlegt, að
hann á engan annan kost en að
hlíta köldum ráðum hinnar ein-
beittu konu, sem sá of seint, hvaða
snák hún „mælti eftir.“
Þingvellir við Öxará — hjarta-
staðúr íslenzkrar sögu. Á þeim