Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 118
116
DVÖL
velja kaldrifjuð ráð í hefndar- og
sj álf svarnar-skyni.
Það er annað að heimta af öðr-
um dyggðir, en vera sjálfur gædd-
ur þeim!
Hjónin á Bergþórshvoli eru góð-
vinir Gunnars á Hlíðarenda. Hall-
gerði, konu hans, mundi því sómi
sýndur og valdar viðtökur, er hún
í fýrsta skipti þiggur að þeim
„veturgrið" með manni sínum. Hún
er sjálfkjörin drottning í hópi
kvenna, ber höfuð og herðar yfir
kynsystur sínar um andlegt og
líkamlegt atgervi, auk þess komin
af góðum ættum virðingarmanna.
Henni ber öndvegið.
En þá er henni sagt að þoka!
„Hon svarar: „Hvergi mun ek
þoka, því at engi hornkerling vil
ek vera.“
„Ek skal hér ráða,“ sagði Berg-
þóra.
Þegar hörðum steinum slær sam-
an, kviknar eldur.
Bergþóra hóf deiluna.
Viðskipti þeirra eru auðug af
flugbeittum, kvenlegum hnífilyrð-
um, brigzli og mannvígum.
Hallæri.
Gunnar á Hlíðarenda „miðlaði
mörgum manni hey og mat. ok
höfðu allir þeir er þangat kvámu
meðan til var.“
Þegar hann kemst í bjargarþrot,
leitar hann á náðir Otkels í Kirkju-
bæ og falar til kaups af honum
mat og hey.
Otkell svarar: „Hvárttveggja er
til, en hvártki mun ek þér selja.“
„Vill þú gefa mér þá,“ segir Gunn-
ar, „ok hætta til, hverju ek launa
þér?“ „Eigi vil ek þat,“ segir Otkell.
Þeir, sem svo bregðast við hjálp-
arbeið'ni náunga síns, eiga á öll-
um öldum sæti á sama bekk og
mannhrök samtíðarinnar. Það er
kolsvartur blettur á hverju þjóð-
félagi að veita slíkum glæpamönn-
um óskert þegnréttindi.
Otkell býður Gunnari þræl til
kaups. Þrællinn hét Melkólfur, var
bæði latur og sviksamur og átti
flekkaða sögu.
En Otkell leyndi ókostum hans
af snauðri samvizkusemi alræmdra
hestaprangara.
Gunnar „fór í braut við svá búið.“
— Þarna verður hefnd Hallgerðar
óvægin — rauður belgur greiddur
fyrir gráan. Vopnaval hennar er
það, að grípa skeyti andstæðings-
ins á lofti og beina þvi til send-
andans.
Meðan Gunnar er á Alþingi, læt-
ur hún Melkólf þræl brenna úti-
búr í Kirkjubæ og ræna þaðan mat
á tvo hesta.
Þannig snúast óheilindi Otkels
gegn honum sjálfum, hefndin er
makleg. Sú hlið málsins snýr að
Hallgerði, í eðli sínu á hún það
stærilæti, þann metnað, að hún
getur aldrei seilzt eftir ránsfeng,
nema sem bótum fyrir móðgandi
nánasarskap. Og í hefnd hennar
felst mikill þróttur, sem er í sam-