Dvöl - 01.01.1943, Síða 120
118
DVÖL
Hallgerður er fegurðin holdi
klædd, flagð undir fögru skinni.
Húskarlar Bergþóru eru mætir
menn.
Húskarlar Hallgerðar eru ill-
menni.
Bergþóra Skarphéðinsdóttir geng-
ur með bónda sínum i dauðann.
Hallgerður Höskuldsdóttir er lát-
in bregðast bónda sínum, þegar
líf hans er í veði.
Þegar Hallgerður er lítið barn
eru örlög hennar sögð. í byrjun
sögunnar leikur hún sér á palli
með öðrum meyjum. Þá verður til
ömurleg spásögn, sem síðan er lát-
in liggja eins og rauður þráður í
gegn um alla ævisögu hennar. Ó-
hamingju hennar og auðnuleysi
verður því allt að vopni.
En hver trúir því, að fagurt, sak-
laust barn, sem ekki hefir kynnzt
vélabrögðum lífsins, hafi ,,þjól's-
augu“? Meðan höndin er hrein,
meðan sálin er flekklaus, spegla
augun guðsneistann í manninum.
Hrútur hefir aldrei séð „þjófs-
augu“ í ætt sinni!
Og á milli línanna má lesa það,
að höfundur Njálu ann hugástum
þeirri konunni, sem hann hefir
valið að fórn á altari ritsnilldar-
innar.
Við skulum ganga úr dyngjunni
hennar Hallgerðar á Hlíðarenda
og fylgja þeim bræðrum, Gunnari
og Kolskeggi þar sem þeir ríða
ofan með Markarfljóti.
,,Þá drap hestr Gunnars fæti,
ok stökk hann af baki. Honum varð
litit upp til hlíðarinnar ok bæjarins
at Hlíðarenda. Þá mælti hann:
„Fögr er hlíðin, svá at mér hefir
hon aldri jafnfögr sýnzt —
bleikir akrar enn slegin tún —, ok
mun ek ríða heim aftr ok fara
hvergi.“ En hugurinn, innri maður
hans, segir ennþá meira:
Heima á Hlíðarenda bíður konan
hans, hún Hallgerður. Og Hall-
gerður býr yfir kynngimætti kven-
legra töfra. Gunnar vill njóta lífs-
ins og glæsilegustu konu íslands.
Faðmur hennar er betri og ríkari
en armur annarra kvenna. Hann
opnar heilan heim.
„Haligerður varð fegin Gunnari
er hann kom heim,“ segir í Njáls-
sögu.
Gunnar veit það, að hún fagnar
honum, hún hefir hvislað svo
mörgum ástarorðunum í eyru hans.
Þrátt fyrir ýmis mistök hafa þau
varðveitt nokkuð af hita ástarinn-
ar, er tvinnaði sögu þeirra saman.
Ef til vill elskar hann hana heit-
ast vegna þess, aö hún er um margt
ólík honum og hefur í mörgu brot-
ið gegn vilja hans. Hin gagnkvæma
ást fyrirgefur.
Gunnar Hámundarson snýr
aftur.
Ennþá einu sinni rætast á hon-
um orð Hrúts: „— ek ,sé, at þú mátt
nú ekki við gera!“
Hallgerður Höskuldsdóttir er ör-
lög hans'!