Dvöl - 01.01.1943, Side 122
120
D VÖL
„Nú, nú. Hvaða mynd er svo
þetta á seðlinum?“
„Svona, svona, farðu nú,“ sagði
gjaldkerinn. „Þú hefur fengið þína
peninga. Um hvað ertu að spyrja?
Hvaða mynd? Hvar?“
„Nú. hérna á seðlinum, maður.“
Gjaldkerinn leit á bóndann og
sagði glottandi:
„Hún er af moujika. Þú, herra
minn, ert settur þar í staðinn fyrir
Zarinn.“
„Jæja— jæja. Það er moujiki,"
sagði Tómas. „Það á víst svo að
vera, ljúfur. En ég veit ekkert um
það. Ég plægi bara jörðina. Og eng-
inn veit um þetta heima í þorpinu.
Allir plægja þar.“
Gjaldkerinn hló.
„Það er heilagur sannleikur,“
sagði Tómas. „Ég hef ekkert heyrt
um þetta. Fólkið var að segja, að
nú væru bændurnir búnir að taka
völdin. En maður veit nú aldrei
hvenær fólkið segir satt eða ekki.
En ef myndin er af moujika,
þá . ..“
„Nú verður þú að fara,“ sagði
gjaldkerinn. „Þú ert fyrir þarna.“
„Jú, nú skal ég fara,“ sagði
Tómas. „Lofaðu mér bara að stinga
á mig peningunum með moujika-
myndunum ha—ha. En það get
ég sagt þér, ijúfur, að ekki var ég
nú ánægður með Zarinn. Það er
heilagur sannleikur."
Svo gaf hann gjaldkeranum
hornauga, þegar hann svaraði
ekki, og gekk svo út.
Ja, það er nú svo,“ umlaði hann
við sjálfan sig. „Myndir af moujik-
um á seðlunum. Hans hátign mou-
jikinn! Ha—ha.“
Svo sté hann í kerru sína og sló
í klárinn. En þegar hann kom út
í skógarjaðarinn, sneri hann hest-
inum hvatlega við og ók aftur til
bæjarins. Hann nam staðar við
járnbrautarstöðina, tyllti klárnum
við staur og gekk inn í stöðina.
Veitingastofan var næstum auð.
Þó sat maður með linan flókahatt
á höfðinu á bekknum við dyrnar
og svaf. Höfuð hans hvíldi á poka.
Tómas keypti sér hnetur fyrir fá-
eina aura, settist síðan í glugga-
kistuna og fór að muðla þær. En
eftir skamma stund gekk hann að
manninum sem svaf, og æpti til
hans:
,',Þú þarna með hattinn. Rístu á
fætur. Ég þarf að sitja þarna.“
Maðurinn hrökk upp við illan
draum og horfði í fáti og fumi á
Tómas. Svo settist hann upp,
undrandi og geispandi, og tók að
vefja sér vindling.
Tómas settist við hlið hans, skaut
pokaskjattanum til hliðar og hélt
áfram að jóðla hneturnar af mik-
illi græðgi og skyrpti hratinu á
gólfið.
„Já. Þeir segja líklega satt,“
hugsaði hann með sér. „Líklega
eru það moujikarnir, sem ráða.
Fólk hlýöir þeim. Hér áður fyrr
hefði þessi maöur líklega gefið mér
á hann. En nú hlýðir hann mér,