Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 125
DVÖI,
123
gamla kjúklingabein, majór? segir
fröken María.
Ég ætla að geyma þaö alla ævi
sem jólagjöf frá fallegustu stúlk-
unni í Georgíu.
Þegar ég sagði þetta, roðnaði hún
meir og meir.
Skammastu þín ekki, majór!
segir hún.
Nú átt þú að gefa henni jólagjöf,
Jónas, sem hún á að geyma alla
ævi, sagði fröken Karólína.
Oh, segir gamla Stallins, þegar
ég var ung, vorum við' vanar að
hengja upp sokkana okkar —
Ja, mamma þó, segja stelpurn-
ar, að fara að tala um sokka, svona
upp í opið geðið á —
Þá varð ég nú dálítið sleginn
Jíka, því þær roðnuðu allar eins og
þær mögulega gátu.
Sei, sei, segir gamla konan, það
er naumast það er siðsemi. Mér
þætti gaman að vita hvað er Ijótt
viö sokka. Fólk er að verða svo
penpíulegt í talsmátanum, að það
þorir ekki að nefna neitt réttu
nafni, og þó get ég ekki séð, að
það sé neitt betra en við vorum
hérna á árunum. Þegar ég var ung
stúlka eins og þú, þá var ég vön
að hengja upp sokkana mína og fá
þá fulla af gjöfum.
Stelpurnar héldu áfram að hlæja
og roðna.
Það kemur alveg í sama stað nið-
ur. segir fröken María, majórinn
á aö gefa mér jólagjöf — er það
ekki, majór?
Jú, auövitaö, segi ég, ég var bú-
inn að lofa því. Ég hefi jólagjöf
handa þér, sem ég vildi að þú
ættir alla ævi, en undir hana þarf
ég tveggja tunna poka. segi ég.
Oh, það var og, segir hún.
En þú veröur að lofa að eiga þaö
alla ævi, segi ég.
Þó það nú væri, majór.
Það er aldrei fólk er siðsamt nú
á dögum — við gamla fólkið fylgj-
umst ekkert með þessu, sagði
fröken Stallins. Hún var alveg aö
sofna með hundinn sinn í kjölt-
unni.
Þú heyrir þetta, fröken Karó-
lína, segi ég. Hún segist ætla að
eiga það alla ævi.
Já, því loía ég, segir fröken
María. En hvað er það?
Það er nú sama, segi ég. Þú
hengir upp poka, sem er nógu stór
undir það, og þú færð að sjá hvaö
það er, þegar þú kemur á fætur
í fyrramáliö.
Fröken Karólína gaf fröken
Kesíu bendingu, og hvíslaði svo
að henni, Svo hlógu þær báðar og
hcrfðu á mig eins illgirnislega og
þær gátu. Það var auðséð að þær
grunaði eitthvað.
Ætlaröu að gefa mér það, ef ég
hengi upp poka? segir fröken
María.
Ef þú lofar aö eiga það, segi ég.
Já, auövitað lofa ég því, Ég veit
að þú gefur mér ekkert, sem er
ekki eigandi.
Þær voru allar sammála um að
hengja upp poka handa mér í bak-
dyraskúrnum til að láta jólagjöf-