Dvöl - 01.01.1943, Síða 126
124
D VOL
ina handa fröken Maríu í hann,
og klukkan tíu bauð ég góða nótt
og fór heim.
Ég beið til klukkan tólf ,og þeg-
ar þær voru allar sofnaðar, þá
læddist ég hljóðlega inn um bak-
hliðið og upp að skúrnum, og —
það bar ekki á öðru, þarna hékk
stóreflis mélpoki á bitanum. Það
var voðalega erfitt að komast að
honum, en ég var ákveðinn í því,
að láta ekkert hamla mér, svo að
ég prillaði nokkrum stigum upp á
bekk og náði í reiptaglið og smeygði
mér niður i pokann. En rétt þegar
ég var að komast niður í hann,
þá slóst hann í stigana og þeir
dúndruðu niður með ógurlegum
gauragangi. En til allrar hamingju
vaknaði samt enginn nema gamla
hundkvikindið hennar frökenStall-
ins, sem kom þjótandi gegnum
garðinn eins og byssubrenndur og
snuðraði fram og aftur til að finna
hvað gengi á. Ég hnipraði mig
saman í pokanum og þorði varla
að draga andann, því að ég var svo
logandi hræddur um að hann fyndi
mig. En eftir stundarkorn hætti
hann að gelta.
Það var nú orðið viðbjóðslega
kalt, og pdkáræfillinn sneil'ist í
sífellu í hring og sveiflaðist fram
og aftur, svo að ég varð hastarlega
sjóveikur. Ég þorði ekki að róta
mér, því að þá hélt ég að bandið
mundi slitna og ég detta niður, og
þarna mátti ég dúsa hríðskjálfandi
eins og ég væri með köldusótt. Mér
fannst þaö mundi aldrei ætla að
birta aftur, og ég hugsa að ég hefði
frosið í hel, ef ég hefði ekki elskað
fröken Maríu svona óumræðilega,
því að hjartað í mér var eini blett-
urinn, þar sem var nokkur volgra,
og þó sló það ekki nema tvö slög
á mínútu, bara þegar mér datt í
hug, hvað hún yrði nú hissa um
morguninn, en þá tók það nú líka
kippinn. Með það kom bölvað
hundhræið og fór að þefa af pok-
anum, og svo gelti hann, eins og
hann hefði himin höndum tekið.
Bvóv, vóv, vóv! segir hann. Svo
lyktar hann aftur og. reynir að
teygja sig upp í pokann. Farðu
burt segi ég, auðvitað afskaplega
lágt, því að ég var svo hræddur
um að stelpurnar mundu heyra
til mín. Bóv! vóv! segir hann.
Farðu til fjandans, bölvað kvik-
indið þítt! segi ég, og mér fannst
ég vera pikkaður hér og þar, því
að ég átti von á því, á hverri stundu
að hann mundi bíta mig, og það
sem verst var, ég vissi ekki hvar
hann mundi bíta mig. Bóv! vóv!
vóv! Svo reyndi ég hæna hann að
mér. Komdu auminginn, komdu
aumingja karlinn, segi ég og blístr-
aði líka ögn á hann, en það þýddi
nú ekki mikiö. Hann bara stóð
þarna og gelti og gjammaði alla
liðlanga nóttina. Ég hefði ekki
getað sagt hvenær kominn var
morgunn, hefði ég ekki heyrt
hænsnin gala, og ég varð harla
glaður aö heyra til þeirra, því að
ég held að ég hefði aldrei sloppið
lifandi úr þessum bölvuðum poka,