Dvöl - 01.01.1943, Side 128
iáé dvöl
Htoriistrendfiiggabók
Þorleifur Bjarnason: Horn-
strendingabók. Útg. Þorst.
M. Jónsson, Akureyri, 1943.
Yzt á Hornströndum heitir
Hornbjarg og Kópatjörn;
þeir vita þaS fyrir vestan,
þar verpir hvítur örn.
Um langan aldur hafa Horn-
strandir verið ævintýraland í hug-
um íslendinga — náið og fjarlægt
í senn. Náttúran var þar hrika-
leg og stórbrotin og mótaði fólk-
ið, — lífshætti þess, mál og menn-
ingu að nokkru í sína mynd. Þar
varð lífsbaráttan harðari og misk-
unnarlausari en í flestum öðrum
landshlutum, og þar gerðust oft-
ar en annars staðar stórfelldir
og feiknþrungnir viðburöir í lífi
manna. Við þann raunveruleika
óf svo þjóðtrúin sleitulaust og
gerði Hornstrandir að kynjalandi.
Af vísunni, sem sett er hér að
segja þér, en ef þú gætir séð hana
mundi þér ekki finnast ég þurfa
að kvarta yfir svolitlum erfiðleik-
um, þegar ég fæ svona yndislega
eiginkonu.
Þú verður að koma í veizluna
ef þú mögulega getur. Ég læt þig
vita daginn.
Vinur þinn til dauðans.
Jónas majór.
framan og er úr kvæðinu „Horn-
bjarg“ eftir Jónas Hallgrímsson,
svo sem allir munu kannast við,
má glöggt ráða, að svo hefir þessu
verið farið um ' hans daga. Upp-
lýsingarnar um hvíta örninn á
Hornströndum segist Jónas raun-
ar hafa eftir Jóni lærða, og vitn-
ar í frásögn hans neðanmáls í
handrit’i sínu af kvæðinu. En eng-
an Jón lærða þurfti þó til þess að
vita um kynjadýr á Hornströnd-
um, því að í þjóðsögum okkar er
krökkt af „hvítum örnum“ þaðan.
En þótt við, sem nú lifum, séum
hætt að leggja bókstaflegan trún-
að á „hvíta erni“ þjóðsagna okk-
ar, er forvitnin um Hornstrandir
enn vakandi. Og þótt við höfum
komizt að þeirri niðurstöðu, að
raunvísindagildi þjóðsagnanna sé
ekki á marga fiska, hefir okkur
um leið orðið ljóst, að þær benda
ótvírætt til þess, að veruleiki lífs-
ins í heimkynnum þeirra sé á ein-
hvern hátt sérstæður og ævin-
týraríkur. Þær eiga sér einhverja
rót í raunveruleikanum. Horn-
strandir hafa því alltaf — þótt
þjóðsögunum sleppti — verið
Furðustrendur íslands í vitund ís-
lendinga. Þangað voru dæmin sótt
um hamfarir hrikalegrar náttúru
og karlmennsku og þrekraunir á
landi eða sjó. Menn hlustuðu á-
fjáðir eftir öllu, sem þaðan kom.