Dvöl - 01.01.1943, Síða 133
D VÖL
131
og eru þær sjálfsagt góðar og gildar. En
lesandinn, sem aðeins hefði hlotið ánægj-
una að vita skil á höfundunum, en enga
óþökk átt á hættu, óskar þess í huganum,
að Jóhannes hefði ekki haldið þær svona
mikilvægar. Annars er skilmerkilega gerð
grein fyrir tilefnum vísnanna.
Langflestar eru vísurnar kveðnar í
kesknistón, og eru skeytin oft allhvöss.
Virðist slíkur kveðskapur jafnan hafa
fylgt þingum íslendinga. Elzta þingvísa
þessarar tegundar, sem nú er kunn, er
kveðlingur Hjalta Skeggjasonar úr Þjórs-
árdal um hin heiðnu goð, ortur sumarið
1000:
Vil ek ei goð geyja,
— grey þykkir mér Preyja.
Æ mun annat tveggja
Óðinn grey eða Freyja.
Hafa löggjafar síðari tíma eigi orðið
eftirbátar forfeðranna í þessu efni.
J. H.
Barðstrendinc/abók. Útg.: ísa-
foldarprentsmiðja h.f.
Það má telja vel farið, hversu marg-
ir færa sögur einstakra héraða í letur.
Veldur þessu eigi hvað sízt áhugi þeirra,
sem bernskubyggðir kvöddu og kusu sér
aösetur í höfuðborginni, en gleymdu ekki
heimahögum heldur létu vera sér ríka í
minni. Verður ekki um það efazt, að vart
verður ættbyggðinni annan veg betur
ræktarvottur sýndur en með því að efna
til útgáfu sögu hennar.
Barðstrendingabók er með nokkrum
öðrum hætti til komin en sögur annarra
héraða eru eða munu verða. En hinu vil
ég spá, að fyrirkomulag hennar þyki vel
henta og verði síðar talið til nokkurrar
fyrirmyndar. — Barðstrendingar hafa
látið sér nægja að leggja tij efni bókar
innar en falið ísafoldarprentsmiðju út-
gáfu hennar. Mun það vel farið, því að
mjög er til útgáfunnar vandað í hvívetna
og hefði annar aðili ísafoldarprentsmiðju
þar vart betur gert. Er bókin prýdd 64
heilsíðumyndum, auk 14 mannamynda,
prentað á góðan pappír, henni valið
myndarlegt brot og frágangur hennar all-
ur vandaður hið bezta. Þorsteinn Jóseps-
son hefur tekið myndir þær, er bókin
flytur, og setja þær mikinn svip og góðan
á ritið, enda mun hafa verið vel til starf-
ans valið.
Bók þessari er efnislega skipt í þrjá
kafla. Hún flytur lýsingar héraðsins, og
hefur sá þáttur að geyma tíu greinar.
Annar þátturinn greinir frá atvinnulífi
og lifnaðarháttum Barðstrendinga. Skipt-
ist hann í átta greinar. Loks er þáttur,
sem fjallar um menningarmál héraðsins
og er hann sjö greinar. Alls rita 1 bókiria
tu rnenn og ein kona. Má með sanni segja
að þar sé um nokkurt mannval að' ræða.
Það, sem ég tel mest um Barðstrend-
ingabók vert, er það, hversu vel hefur
tekizt að gera hana í senn fróðlega og
skemmtilega. Hún er alþýðleg, enda eru
allir þeir, sem lagt hafa henni efni, úr
alþýðustétt komnir og flestir alþýðumenn
ævilangt. Munu fáar bækur bera íslenzkri
alþýðumenningu betra vitni en Barð-
strendingabók.
Ég hef því miður aldrei Barðastranda-
sýslu gist, en Barðstrendingabók hefur
fært mér mikinn fróðleik um hérað þetta.
Lýsing þess hefur veitt mér nokkra þekk-
ingu á náttúrufegurð sögufrægra sveita
þess. Ég hef og kynnzt högum og háttum
fólksins, sem byggir þessar byggöir, at-
vinnulífi þess, lifnaðarháttum og menn-
ingu. Og að loknum lestri bókarinnar
sækir hug minn sú þrá að gista þetta
fagra og merka hérað og hljóta af því
aukin kynni.
Ég tel sérstaklega skylt að geta þess,
að Barð'strendingabók mun reynast til
mikilla heilla, er hafizt verður handa um
útgáfu sögu íslenzks atvinnulífs og menn-
ingar eða einstakra þátta þess. Ef önn-
ur héruð eignuðust hliðstæöar sögur sínar
og Barðastrandasýsla hefur nú gert, væri
það vel farið. Setji þau sér það takmark
að vanda eigi síður til þeirra en gert hefur
verið við Barðstrendingabók — og