Dvöl - 01.01.1943, Side 136
134
D V O L
(liopin vsilssir
Eftir llanneH Sigfúason
I.
Það var einu sinni sjávarþorp
sem hét Hallelúja og enginn vissi
hvers vegna. Þetta var lítið þorp
og óhrjálegt, enda voru flestir íbú-
ar þess fátækir fiskimenn, sem réru
á smákænum út í víkina með lóðir
sínar þegar viðraði, en það var
mjög sjaldan. Hér veiddist þorsk-
ur og flyðra og rauðmagi og slor-
lyktina lagði fyrir vit manns þegar
maður gekk um götuna og fram
hjá húsunum, sem voru mjög fá.
En á vorin voru túnblettirnir
grænir. Þá bar það ekki ósjaldan
við, að ungviði þorpsins gengi
fylktu liði út á vellina og ærslaðist
þar allan daginn og langt fram á
kvöld og spyrnti fótknetti og hló
og masaði, þar til dimma tók, eða
að lítill, fölleitur maður kom út
á svalir gistihússins og lék Chopin-
valsa á grammófón út í kvöld-
kyrðina tii þess að þagga niður í
óróaseggjunum.
Gistihúsið var veglegasta hús
þorpsins. Það var að visu ekki stórt,
en furðu viðfeldið, og þegar mað-
ur kom og fór og kom aftur, var
eins og maður væri að heilsa göml-
um kunningja. Úr gluggum þess
sást hafið og víkin og máfarnir
og svarta klettabeltið handan við
víkina, en fyrir neðan gluggana
var garðurinn og blómin og trén
í garðinum, reynitrén, birkitrén,
og hlynurinn og víðirinn, og fugl-
ar voru í garðinum, sem sungu
þegar gott var veður.
Þessi garður var eign gistihúss-
ins og oft sást lítill, fölleitur mað-
ur vera að nostra í honum og gæla
við trén eða blómin, eða að hasta
á fuglana og veifa hendinni til þess
að fæla þá burt, en þeir fóru ekki
langt og komu jafnharðan aftur.
Stundum komu líka ferðamenn í
þorpið og spígsporuðu um göturn-
ar, en þegar þeir sáu garðinn, urðu
þeir steinilostnir. „Mikill prýðis-
garður,“ hrópuðu þeir upp yfir sig
og veifuðu skönkunum eins og
bágstaddir fuglar. Og þegar þeir
spurðu hver hefði gert hann, þá
sagði fólkið: „Þennan garð gerði
hann Sjópeing Pétursson.“
Blíðviðriskvöld síðla í júlímán-
uði, kom ég til þessa þorps en átti
ekkert erindi þangað'. Ég var á leið
norður í land að selja glingur og
skraut, svo sem hálsfestar og næl-
ur, og ég gisti þar um nóttina.
Kona hóteleigandans, lítil veiklu-
leg kona með hrædd augu og lot-
legan baksvip, vísaði mér til svefn-
stofu. Ég sat þar einn og dútlaði
við glingrið mitt, þegar dyrnar