Dvöl - 01.01.1943, Síða 136

Dvöl - 01.01.1943, Síða 136
134 D V O L (liopin vsilssir Eftir llanneH Sigfúason I. Það var einu sinni sjávarþorp sem hét Hallelúja og enginn vissi hvers vegna. Þetta var lítið þorp og óhrjálegt, enda voru flestir íbú- ar þess fátækir fiskimenn, sem réru á smákænum út í víkina með lóðir sínar þegar viðraði, en það var mjög sjaldan. Hér veiddist þorsk- ur og flyðra og rauðmagi og slor- lyktina lagði fyrir vit manns þegar maður gekk um götuna og fram hjá húsunum, sem voru mjög fá. En á vorin voru túnblettirnir grænir. Þá bar það ekki ósjaldan við, að ungviði þorpsins gengi fylktu liði út á vellina og ærslaðist þar allan daginn og langt fram á kvöld og spyrnti fótknetti og hló og masaði, þar til dimma tók, eða að lítill, fölleitur maður kom út á svalir gistihússins og lék Chopin- valsa á grammófón út í kvöld- kyrðina tii þess að þagga niður í óróaseggjunum. Gistihúsið var veglegasta hús þorpsins. Það var að visu ekki stórt, en furðu viðfeldið, og þegar mað- ur kom og fór og kom aftur, var eins og maður væri að heilsa göml- um kunningja. Úr gluggum þess sást hafið og víkin og máfarnir og svarta klettabeltið handan við víkina, en fyrir neðan gluggana var garðurinn og blómin og trén í garðinum, reynitrén, birkitrén, og hlynurinn og víðirinn, og fugl- ar voru í garðinum, sem sungu þegar gott var veður. Þessi garður var eign gistihúss- ins og oft sást lítill, fölleitur mað- ur vera að nostra í honum og gæla við trén eða blómin, eða að hasta á fuglana og veifa hendinni til þess að fæla þá burt, en þeir fóru ekki langt og komu jafnharðan aftur. Stundum komu líka ferðamenn í þorpið og spígsporuðu um göturn- ar, en þegar þeir sáu garðinn, urðu þeir steinilostnir. „Mikill prýðis- garður,“ hrópuðu þeir upp yfir sig og veifuðu skönkunum eins og bágstaddir fuglar. Og þegar þeir spurðu hver hefði gert hann, þá sagði fólkið: „Þennan garð gerði hann Sjópeing Pétursson.“ Blíðviðriskvöld síðla í júlímán- uði, kom ég til þessa þorps en átti ekkert erindi þangað'. Ég var á leið norður í land að selja glingur og skraut, svo sem hálsfestar og næl- ur, og ég gisti þar um nóttina. Kona hóteleigandans, lítil veiklu- leg kona með hrædd augu og lot- legan baksvip, vísaði mér til svefn- stofu. Ég sat þar einn og dútlaði við glingrið mitt, þegar dyrnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.