Dvöl - 01.01.1943, Page 137
dvöl
135
opnuðust og maður kom inn og
rétti fram höndina:
— Ég er Lazarus Pétursson, sagði
hann. Ég er gistihússeigandinn.
Hann var lítill maður og grann-
vaxinn. Andlit hans var visið og
bleikt eins og á dauðum manni.
Kinnbeinin skárust langt út í húð-
ina. Hægri vangi hans var holur
eins skál og fullur af myrkri, en
sá vinstri var vaxinn stríðu, rauð-
brúnu skeggi. Ennið var hátt og
bleikt eins og gamalt fílabein,
brúnirnar loðnar og miklar. Og
undir þeim loguðu stór, dökkgrá
augu, full af djúpum, augurværum
trega.
Ég horfði á andlit þessa manns
og meðaumkvunin hringaði sig um
hjarta mitt eins og ormur. Aftur
á móti vakti skeggið hjá mér hin-
ar sundurleitustu kenndir. Þegar
ég horfði á það, kitlaði mig þrá-
faldlega í kverkarnar og nasir mín-
ar fóru að titra, andlit mitt þand-
ist út eins og loftballon.
Utan af götunni bárust æstar
raddi og háværir hlátrar og vagna-
skrölt og það var einhver sem grét.
Við stóðum þarna þögulir hver
andspænis öðrum, eins og við hlust-
uðum eftir hinum undarlegu rödd-
um kvöldsins og framí gangin-
um heyrðist marra í hurð.
— Kynlegur náungi, hugsaði ég.
II.
Eftir að hafa snætt soðinn rauð-
uiaga og fiskisúpu og reykt píp-
una mína í næði, gekk ég út og
niður i fjöruna til að kasta nokkr-
um steinum út á sjóinn. Það var
millt veður og draumkennd logn-
kyrrð yfir hafinu og í skyggjunni
rölti ég heimleiðis og upp túnin
og það steig að vitum mér ljúf ang-
an af grasi og hjúfrandi værðar-
kennd, í sambandi við moldina,
dökka raka. Það var eins og að
ganga í svefni.
En þegar ég er staddur í dimm-
um stigum gistihússins, á uppleiö,
vindur sér að mér maður í myrkr-
inu og í sömu andránni vakna ég
af þessari undarlegu draumleiðslu:
Ég er staddur í veröld hvískurs
og leyndarmála og handapata á
franska vísu, ásamt heitum og tíð-
um andardrætti, eins og mikið
liggi við. Það er hóteleigandinn.
— Ég þarf að tala við yður, segir
hann.
Hvers vegna ég fylgdi honum
eftir veit ég ekki. Ef til vill hefur
mér fundist þetta vera áframhald-
ið á þeim draumi, sem mig hafði
dreymt. En við vorum staddir í
lítilli stofu, þar sem logaði eldur
í ofni. Þar voru allir húsmunir
klæddir í svart, eins og þar ríkti
mikil sorg. Hóteleigandinn settist
í lágan sófa í nánd við ofninn og
draup höfði. Eldsbjarminn lék um
andlit hans og það leystist upp í
rauða titrandi fleti, sem flýðu
hvern annan og leituöu saman á
ný í kynlegum ofsa.
Ég settist við gluggann og horfði
niður í garðinn. Og hafi mér fund-
izt þetta undarlegt háttalag, og