Dvöl - 01.01.1943, Side 138

Dvöl - 01.01.1943, Side 138
136 DVOL minna á vitfirring, og það, sem hann sagði mér þetta kvöld, þá bar ég mig vel og sat við gluggann og horfði niður í garðinn og naut sumarnæturinnar meðan hann tai- aði; og það voru léttar þokur á sveimi í huga mínum, en einstaka sinnum fann ég veikan titring við hjartað, eins og taugaslappan hlát- ur; eins og þegar maður hlær til þess að yfirvinna beyg. Lengi vel sagði hann ekki neitt, en draup höfði og hamraði fingr- unum á sóffabríkina að heétti taugaveiklaðra manna. En allt í einu byrjaði hann að tala niður í bringu sér, lágt og hratt, og hann var þá byrjaður að segja mér sögu. Hún fjallaði um að sitja í myrkr- inu og hafa engan til að ræða við, og um sjómennina, sem voru eins og hver önnur villidýr og eyddu frístundum sínum í kvenfólk og brennivín, eða knattleiki niðri á völlunum, og um lækninn, prest- inn og kaupmanninn, sem voru engu betri, og um ferðamennina, sem komu og fóru, og hvað þeir voru heimskir og illa menntir — flestir. Hann sagði: — En þér hafið svo undarleg augu. Þér hafið augu, sem horfa inn. Það er yfir þeim hula. Og um munnvik yðar eru svo undarlegir drættir. Ég hef veitt því athygli, að þér gangið álútur eins og þér berið þunga byrði. Ég hef ekki heyrt yður hlæja í allt kvöld. Þarna sitjið þér þögull og horfið niður í garöinn. Þannig er það. Þér eruð' ekki eins og fólk er flest. Ég hef haft á yður gætur. En þér hlægið ekki. Ég hugsaöi með mér, þennan mann þarf ég að tala við. Hann er ekki eins og fólk er flest. Við, sem erum ekki eins og fólk er flest, erum kallaðir undarlegir og fólk rekur upp á okkur stór augu. Skoðanir okkar eru virtar að vettugi. Við erum í minnihlutanum og þess veg'na hefir fólk rétt til að kalla okkur fífl og asna. Þetta hljótið þér að kannast við,. Hérna í þorpinu er ég til dæmis kallaður Sjópeing og ástæðan er engin önn - ur en sú að ég dáist að tónlist snill- ingsins Sjópeing, sem var pólskur. Meðalmennskan skilur ekki tón- list hans, það er allt og sumt. Þarna sjáið þér augljóst dæmi þess hvað Við erum hátt yfir þetta fólki hafnir í raun og veru. Þess vegna eigum við ekki að beygja okkur undir dómsvald þess.. Þvert á móti. Við eigum að segja því strið á hendur. Hann sagöi: — Ég var einu sinni staddur í Reykjavík og kunningi minn bauð mér á hljómleika. Það voru Sjó- peinghljómleikar. Þeir voru haldnir í litlu húsi og það voru tré fyrir utan gluggana. Pólsk stúlka lék fyrir okkur á píanó. Það var haust og rigning á gluggunum. Trén sveifluðust fram og aftur í garðin- um og bl'iknað laufið flögraði til og frá eins og marglitir l'uglar. Stúlk- an, sem lék fyrir okkur á píanóið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.