Dvöl - 01.01.1943, Page 138
136
DVOL
minna á vitfirring, og það, sem
hann sagði mér þetta kvöld, þá
bar ég mig vel og sat við gluggann
og horfði niður í garðinn og naut
sumarnæturinnar meðan hann tai-
aði; og það voru léttar þokur á
sveimi í huga mínum, en einstaka
sinnum fann ég veikan titring við
hjartað, eins og taugaslappan hlát-
ur; eins og þegar maður hlær til
þess að yfirvinna beyg.
Lengi vel sagði hann ekki neitt,
en draup höfði og hamraði fingr-
unum á sóffabríkina að heétti
taugaveiklaðra manna. En allt í
einu byrjaði hann að tala niður í
bringu sér, lágt og hratt, og hann
var þá byrjaður að segja mér sögu.
Hún fjallaði um að sitja í myrkr-
inu og hafa engan til að ræða við,
og um sjómennina, sem voru eins
og hver önnur villidýr og eyddu
frístundum sínum í kvenfólk og
brennivín, eða knattleiki niðri á
völlunum, og um lækninn, prest-
inn og kaupmanninn, sem voru
engu betri, og um ferðamennina,
sem komu og fóru, og hvað þeir
voru heimskir og illa menntir —
flestir.
Hann sagði:
— En þér hafið svo undarleg
augu. Þér hafið augu, sem horfa
inn. Það er yfir þeim hula. Og um
munnvik yðar eru svo undarlegir
drættir. Ég hef veitt því athygli,
að þér gangið álútur eins og þér
berið þunga byrði. Ég hef ekki
heyrt yður hlæja í allt kvöld. Þarna
sitjið þér þögull og horfið niður í
garöinn. Þannig er það. Þér eruð'
ekki eins og fólk er flest. Ég hef
haft á yður gætur. En þér hlægið
ekki. Ég hugsaöi með mér, þennan
mann þarf ég að tala við. Hann er
ekki eins og fólk er flest.
Við, sem erum ekki eins og fólk
er flest, erum kallaðir undarlegir
og fólk rekur upp á okkur stór
augu. Skoðanir okkar eru virtar að
vettugi. Við erum í minnihlutanum
og þess veg'na hefir fólk rétt til að
kalla okkur fífl og asna. Þetta
hljótið þér að kannast við,. Hérna
í þorpinu er ég til dæmis kallaður
Sjópeing og ástæðan er engin önn -
ur en sú að ég dáist að tónlist snill-
ingsins Sjópeing, sem var pólskur.
Meðalmennskan skilur ekki tón-
list hans, það er allt og sumt.
Þarna sjáið þér augljóst dæmi
þess hvað Við erum hátt yfir þetta
fólki hafnir í raun og veru. Þess
vegna eigum við ekki að beygja
okkur undir dómsvald þess.. Þvert
á móti. Við eigum að segja því strið
á hendur.
Hann sagöi:
— Ég var einu sinni staddur í
Reykjavík og kunningi minn bauð
mér á hljómleika. Það voru Sjó-
peinghljómleikar. Þeir voru haldnir
í litlu húsi og það voru tré fyrir
utan gluggana. Pólsk stúlka lék
fyrir okkur á píanó. Það var haust
og rigning á gluggunum. Trén
sveifluðust fram og aftur í garðin-
um og bl'iknað laufið flögraði til og
frá eins og marglitir l'uglar. Stúlk-
an, sem lék fyrir okkur á píanóið