Dvöl - 01.01.1943, Page 140
138
DVÖL
Ekki af því að við séum hræddir.
Ónei. Heldur einfaldlega vegna
þess að við þolum ekki heimskingj-
unum að flissa. Og ég hefi hafið
mitt stríð. Þegar sjómennirnir
hérna í þorpinu flykkjast út á vell-
ina til að æpa og ærslast allan dag-
inn eins og villimenn og kunna sér
ekki læti fyrir heimskulegri kátínu
og fjöri og hoppa og híja og hlæja
allan daginn, þá er títt að ég gangi
hérna út á svalirnar og spili á
grammófóninn minn lög eftir Sjó-
peing og ég hefi keypt mér hátal-
ara svo að heyrist vel út á vellina
til að storka þessum kónum, það
er í raun og veru mín heimspeki,
ég held henni til streitu mitt i
öskrandi flokki villimanna, það er
mitt stríð. Þá koma þeir og hlæja
að mér, hrópa að mér fíflsyrðum
og ég stend á svölunum og glotti
framan í þá og spotta þá, og þá
finn ég oft í hjartanu þetta titr-
andi áfenga myrkur, sem er harm-
urinn og stoltið tvinnað í eitt, af
því ég stend einn gagnvart öllum
heiminum og það er dásamleg til-
finning, maður minn.
Hann sagði:
— Menn eins og við, sem stönd-
um einir andspænis heiminum, ef
til vill þekkjum við ástina betur en
nokkur annar. Ástin og harmur-
inn, þau eru eitt. Þegar ég var ung-
ur elskaði ég litla stúlku og ef hún
hefði farið burt, myndi ég hafa
tregað hana allt mitt líf. Ógæfu-
söm ást, það er skáldskapur heims-
ins í þúsund ár. Söknuðurinn, treg-
inn, ástríðan, það er Sjópeing í
trjánum, það er haustið, það er
berklaveika stúlkan, sem á að
deyja. Það er hinn eilífi söngur
hjartans. Ef þér hafið lesið kvæði
frægra skálda ,þá kannist þér við
þetta. Það hafa verið skrifaðar um
það þykkar bækur. En enginn hef-
ir skrifaö um harminn í ástinni,
þegar stúlkan fór ekki burt.
Ég skal segja yður, að ég er
giftur maður. Og ef ég væri skáld
eða tónsnillingur eða listmálari, þá
skyldi ég kenna heiminum að
þekkja harminn í ástinni þegar
stúlkan fór ekki burt. Það er sá
dýpsti og lostafyllsti harmur, sem
ég þekki. Hver sem kynnist honum
leitar hans ætíð upp frá því í vit-
firrtum ofsa, hann er nautn nautn-
anna, ofar öllum guðdómi, öllum
orðum, öllum skáldskap.
Sjáið þér til: Maðurinn sem gift-
ist stúlkunni, sem hann elskar,
giftist nefnilega þjáningunni —
þrátt fyrir allt. Menn hafa ekki
komið auga á þetta, en þannig er
það. Einhverja nóttina vaknar
hann upp af fasta svefni og það
liggur ókunnug stúlka við hlið
hans í rúminu. Hún liggur þarna
í hálfskyggjunni og sefur, opnum
munni, það er ekki stúlkan hans,
heldur ókunnug stúlka, ekkert er
fjarskyldara hinum dularfulla guð-
dómi ástarinnar en þessi sofandi
þúst. í stjórnlausri hræðslu kallar
hann upp nafn stúlkunnar og
þrýstir henni ofsalega aö brjósti
sér, en þegar hún vaknar er það