Dvöl - 01.01.1943, Síða 142
140
DVÖL
þess aö fá þá til að vorkenna sér
og hvernig hann grét og hvernig
þeir hlógu innvortis að orðum
hans. Og ég sá kaupmanninn og
prestinn og lækninn og sjómenn-
inna og litla hóteleigandann og
heyröi rödd hans segja þessa sömu
sögu innan í mér upp aftur og aft-
ur og skeggið á honum kitlaði mig
óaflátanlega í kverkarnar meðan
ég hlustaði og ég fór að brosa
ósjálfrátt út í kvöldhúmiö og þó
vildi ég það ekki af því hóteleig-
andinn horfði á mig og gat séð það
og einmitt þess vegna breiddist
brosið smám saman um andlit mér,
frá munnvikunum og upp í augna-
krókana og inn í augun og höfuðið
og niðrí maga og kitlaði mig og
kitlaði mig þangað til ég fór að
kýtast í heröunum og titra allur
eins og laufið í garðinum fyrir
utan.
Þá fann ég allt í einu að hótel-
eigandinn stóð fyrir aftan mig og
horfði á mig og þegar ég ieit við
var hann hættur að gráta og
lymskulegt glott lék um varir hans.
Mér datt allt í einu í hug, að hann
hefði leikið á mig. Og þegar hann
fór að tala að nýju fylltist ég ó-
hugnaði, því mér fannst hann hafa
lesið í huga minn.
Hann sagði:
— Þér eruð að hlæja. Þér hafið
ekki hlustað á mig. Þér hafið ekki
skilið mig. Þér sitjið bara þarna og
horfið niður í garðinn.
Það eru einmitt menn eins og þér
sem ég hata. Þeir misskilja flest
og leggja hitt út á verri veg. En
þeir þurfa ekki að halda að ég sé
hræddur við þá og fordóma þeirra.
Ónei. Ég er í rauninni ríkur maður
og þeir geta ekki rænt mig neinu.
Ég á þetta hús og margt fleira, en
það er aukaatriði. Og þennan garð
hefi ég gert, en hann er mér einsk-
isviröi eins og hann er núna. Þér
haldið vafalaust að ég hafi ræktað
öll þessi blóm og öll þessi hávöxnu
tré í því skyni, að njóta ilms þeirra
og yndisleika yfir sumartímann
þegar allt stendur í blóma. En þar
farið þér villur vegar, sagði hann
og kipraði augun stríðnislega —
þér eruð hér með orðinn ber að
hrapallegum misskilningi.
Hann þagnaði og hló hvefsnum
hlátri, eins og hann hefði allt ráð
mitt í hendi sér. En varir hans titr-
uðu í sáraukafullum ofsa.
— Nei, þér misskiljið mig, eins
og allir aðrir. Þér þekkiö ekki nema
aðra hlið málsins. Þér eruð blindur
eins og náttugla. Þér haldið að ég
hafi gert þetta til að leita að feg-
urðinni, hehehe, en þar farið þér
villur vegar, maöur minn. Nú skal
ég segja yður sannleikann:
Á vorin fer ég út i garðinn minn
og gróðurset kynstrin af blómum.
Ég haga mér eins og hver annar
garðyrkjumaður. Ég grisja trjá-
gróðurinn og vatna blómunum og
ek áburði úr fjósi prestsins á stór-
um hjólbörum. Ég strita eins og
jálkur. Og mér er mjög umhugaö
að hlúa sem bezt að garðinum mín-
um. Svo líður og bíður, sumarið