Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 144
142
DVÖL
eldri röðuðu sér þá oftast um-
hverfis mig og báðu um sögu, og ég
varð oftast við bæn þeirra og varð
léttur og barnslegur í tali eins og
þau. En oft — þrátt fyrir hið þótta-
fulla sjálfstraust mitt og hlægilegt
stærilæti vegna minnar lítilfjör-
legu lífsreynslu — en það er mjög
einkennandi fyrir þetta æviskeið
— fannst mér ég — tvítugur —
vera eins og fávíst barn meðal vit-
urra og lífsreyndra manna.
Yfir okkur hvelfdist hinn eilífi
himinn, og skógurinn angaði og
ljómað umhverfis okkur, dulmagn-
aður og þögull. Við og við strauk
hægur blær vangann og blöð
trjánna tóku að hvísla og skugg-
arnir urðu lifandi — svo ríkti
þögnin á ný.
Og umhverfis mig sat þetta litla
fólk, sem var á leiðinni inn í sorg-
ir og gleði lífsins.
Þetta voru hamingjudagar fyrir
mig — þeir voru hátíð, og sál mín,
sem lífiö hafði þegar flekkað,
laugaðist vizku barnslegra hugs-
ana og tilfinninga.
Dag nokkurn, er ég sem fyrr
ætlaði að halda til skógar í glöð-
um barnahóp veitti ég athygli ó-
kunnum dreng af Gyðingaættum.
Hann var berfættur og í rifinni
skyrtu. Hörund hans var dökk-
brúnt, líkaminn grannur og hár-
ið hrokkið eins og á lambi. Hann
var örvinglaður á svip og hafði
auðsjáanlega grátið nýlega. Dökk
augu hans voru þrútin og rauð, og
neðan við þau voru dökkir baugar.
Hann var umkringdur barnahóp
á miðri götunni. Andartak stóð
hann sem ráðþrota kyrr í miðri
þrönginni, og ég sá hvernig fæt-
ur hans sukku í morgunkalda
eðjuna. Þunnar og fagurdregnar
varir hans opnuðust snöggvast
sem af ótta, en á næsta augna-
bliki vatt hann sér fimlega út úr
hópnum og upp á gangstéttina.
„Náðu í hann“, kölluðu börnin
glöðum bænarrómi. „Litla Gyð-
inginn. Náðu í litla Gyöinginn".
Ég bjóst við, að hann mundi
hlaupa burt eins og fætur toguðu.
Stóru augun hans lýstu ótta, var-
ir hans skulfu. Hann stóð í miðj-
um þvaðrandi barnahópnum og
teygði úr sér eins og hann væri að
reyna að gera sig stærri, þrýsti
herðunum upp að girðingunni og
faldi hendurnar aftan við bakið.
Allt í einu sagði hann stillilega
og skýrt:
„Viljið þið, að ég sýni ykkur
leikfimi?" -
í fyrstu hélt ég, að hann gerði
þetta boð til þess að hefja sig í
áliti okkar. En börnin ruku auð-
vitað upp til handa og fóta og
færðu sig þegar frá honum til þess
að gefa honum rúm. Hin eldri
þeirra héldu þó áfram að horfa á
hann meö tortryggni. Börnin við
þessa götu voru alltaf tortryggin
gagnvart börnum úr öðrum hverf-
um. Þau voru ætíð sannfærð um
yfirburði sína og var ekki um gef-
ið að viðurkenna yfirburði ann-
ara barna.