Melkorka - 01.06.1949, Qupperneq 10

Melkorka - 01.06.1949, Qupperneq 10
Á ÖRÆFUM ER ALLT HREINT Eftir Ólöfu D. Árnadóttur Komdu upp til fjalla, upp til fjalla og frelsis — ;iður cu sól og dagur dvín. -------Fyrir ofan Gullfoss fórum við yfir hin ósýnilegu landamæri byggðarinnar og öræfanna — það lifir enn í huga mínum. Þið munið eftir smyrslunum, sem huldu- fólkið átti stundum til þess að rjóða á augu mennskra manna, og lukust þá upp fyrir þeim undraverðir huliðsheimar. Mér er nær að halda, að það standi huldumenn á verði við landamæri óbyggðanna, því að hér opn- aðist fyrir okkur nýtt land. Sem betur fer er ég ekki svo samvizkulaus, að mig dreymi um að fara að lýsa því. Mér fannst bara að þetta vera ísland, sem við ókum nú inn í, en byggðin með ströndum fram, Reykjavík og allt iiennar veldi, það kom upp í hugann eitt augnablik — sem umkomulaus útskaga- byggð — og hvarf á því næsta fyrir krafti þessa volduga meginlands. Okkur fannst sem við værum að koma heim úr löngu, þreytandi ferðalagi, en allt sem var það lá nú að baki, eins og draum- óranótt.--------Hér voru blóm á milli bíl- þú brosir til kvennanna heiður og fagur, og gætir að, hvort okkar grói nú sár, hvort' gangi til þurrðar vor afskipti hagur. Sem frjálsborin þrá ertu, fagur og hreinn, sem fagnandi hátíð, sem starfsþróttur glaður, sem lifandi áhugi, á baksvipinn beinn, sem blessaður áfanga- og hressingarstaður. En mest þá við dáum, er sendu þig, sveinn, að segja okkur frá því, að konan sé maður. A örccfum er allt hreint. faranna og Bláfell og Jarlshettur frarn und- an. Við tjölduðum við Hagavatn skammt frá nokkuð vatnsmikilli grámórauðri jökulá. Brátt kemur ein af samferðakonunum fram í tjalddyrnar sínar með grautarpott í báðum höndum. Hvar er hægt að fá vatn? Fararstjórinn veifar hendinni í áttina til árinnar — þarna er nóg vatn. Hvað er þetta, eigum við að drekka þetta skólp? Á öræfum er allt hreint, sagði fararstjór- inn góðlátlega og brostf — nei, það var ann- ars ekki þá sem hann sagði þetta, það var norður á Hveravöllum — en guðdómleg setning er það samt — bara að hún væri sönn, en það er hún nú ekki. Því miður er óhreint inni á öræfum. Ég á hér ekki við skuggana á Kili eða reimleika á Hveravöll- um, heldur óhreinleika af manna völdum. Skyldu Iiálfblindir menn stundum gista í skálanum í Hvítárnesi. Þar stendur stóru letri í anddyrinu, að tómar niðursuðudósir 8 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.