Melkorka - 01.06.1949, Qupperneq 15
Lárus Jóliannesson, lögðu til að málið væri
afgreitt með rökstuddri dagskrá, er þeir
báru fram og var á þessa leið:
,,í trausti þess, að ríkisstjórnin láti
rannsaka, að hve miklu leyti kvenfólk
nýtur ekki sömu réttinda nú og karl-
menn og að þeirri rannsókn lokinni
leggi fyrir Alþingi frumvarp til laga,
eða breytinga á eldri lögum, eftir því
sem þurfa þykir til þess að skapa sem
fullkomnast lagalegt jafnrétti milli
kvenna qg karla í þjóðfélaginu, tekur
deildin fyrir næsta mál á dagskrá."
Rök þau, er meiri hlutinn bar einkum
fyrir sig voru þessi: ,,Við teljum málið ekki
nægjanlega rannsakað og óvíst og óljóst, að
hve miklu leyti kvenfólk nú hefur annan
rétt en karlmenn. Vafasamt er líka, hvort
ekki sé heppilegra og jafnvel nauðsynlegt að
breyta fleiri lögum til að skapa konum full-
komið jafnrétti en að gera það með einum
lögum eins og hér er ætlast til að gert sé.“
Minni hlutinn, þeir Hannibal Valdimars-
son og Brynjólfur Bjarnason, lögðu eindreg-
ið til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt
á þinginu áður en því lyki. Fórust þeim í
áliti sínu orð á þessa leið:
„Við teljum það alkunna staðreynd, að
konur búa enn við stórum þrengri rétt en
karlar á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Er
misréttið mest á sviði fjárhagsmála, atvinnu-
mála og launamála.
Minni liluti nefndarinnar telur alveg
sjálfsagt, að konur eigi þess kost að ganga að
starfi í þjóðfélaginu í bróðurlegu samstarfi
við karlmenn með nákvæmlega sama rétti
og skyldum og þeir. — Einmitt þetta — og
ekkert annað en Jretta — felst í frumvarpi
því, sem hér liggur fyrir.“
Afdrif málsins á Jiingi urðu þau, að við
atkvæðagreiðslu efri deildar að lokinni 2.
umræðu var tillaga meiri hlutans, rökstudda
dagskráin, felld með 4 atkv. gegn 4, en 4
deildarmenn sátu lijá og greiddu eigi at-
kvæði. Lá Jrá næst fyrir atkvæðagreiðsla um
frumvarpið sjálft. Fyrsta greinin var sam-
þykkt með 5 atkv. gegn 4, en allar hinar
greinar frumvarpsins felldar með 5 atkv.
gegn 5. Með sömu atkvæðatölu var svo fellt
að vísa málinu til 3. umræðu.
Því ber að fagna, að svo er að sjá sem
ekki hafi verið ágreiningur innan félags-
málanefndar um Jrað, að konur ættu að hafa
fullt jafnrétti við karla að lögum. Aðeins
bregður því fyrir í áliti meiri hlutans, að
ekki sé alveg víst nema að svo sé í raun og
veru nú Jregar. Til þess svo að flana ekki út
í neina óvissu að Jtessu leyti, vildi meiri
hlutinn vís'a málinu frá að sinni unz full-
rannsakað væri, livort nokkuð skorti á laga-
legt jafnrétti.
Minni hlutinn var hins vegar alveg viss
um, að misrétti á sér enn stað í sumum
greinum íslenzkra laga. Leiðréttingu á Jressu
vildi minni hlutinn fá strax og greinilega
með J^ví að samj^ykkja frumvarp Hannibals
og nema jafnframt úr gildi öll eldri laga-
ákvæði, er brytn í bága við þau lög, er sett
hefðu verið, ef áðurnefnt frumvarp hefði
náð fram að ganga. Rannsóknin á Jrví, í
hvaða lögum slík ákvæði væru, mátti, að
dómi minni hlutans, alveg eins fara fram
eftir á, þegar þau nteð gildistöku nýju lag-
anna liefðu eigi lengur neitt að segja.
Flutningsmaður frumvarps til laga um
réttindi kvenna og J?eir, sem honum fylgdu
að málum, vildu flýta því svo sem kostur
væri á, að fullt jafnrétti beggja kynja kæm-
ist á.
En enda Jrótt gleðjast megi yfir áður-
nefndu atriði, að öll nefndin virtist fylgj-
andi jafnréttishugsjóninni, verður nokkuð
annars konar geðbrigða vart, þegar litið er
á afgreiðslu háttvirtrar efri deildar Alþing-
is á málinu. Varla er hægt að gera sér ann-
að í hugarlund, en að þeir, sem að atkvæða-
gxeiðslunni stóðu, hafi annað hvort verið
svo syfjaðir og þreyttir (atkvæðagreiðslan
mun hafa farið fram, er mjög var áliðið
nætur), að þeir hafi tæpast vitað, hvað var
að gerast, eða Joá hitt, að Jreim liafi virzt
hér vera um hégómamál eitt að ræða. Tæp-
MELKORKA
13