Melkorka - 01.06.1949, Qupperneq 20
nauðsynlegt að eiga sér málgagn, sem ræðir
af alúð og án hlutdrægni þau málefni, sem
á hverjum tíma eru el'st á baugi og áríðandi
er að vita sem gleggst skil á.
Mér hefur verið tjáð, að Melkorka eigi að
vera ópólitísk, þ. e. a. s. sé ekki ætlað að
blanda sér í pólitísk ágreiningsefni. Þó ugg-
ir mig, að ekki muni veitast létt að forða
henni Irá því að verða dregin í ákveðinn
pólitískan dilk, jafnvel þótt konur úr öllum
stjórnmálaflokkum standi að henni. Áróð-
urskenndum getsökum er oft beitt til að
veikja áhrif og rugla dómgreind. En látið
ekki slíkan áróður blekkja ykkur, konur
góðar, heldur metið sjálfar hvort hann hef-
ur við raunhæf rök að styðjast. En því vík
ég að þessu, að enn sem fyrr munu umbóta-
sinnaðar konur standa að Melkorku, og
kann því að vera að einhverjar lítilsigldar
og einfaldar sálir láti hræða sig á því, að
eðlilegar og sjálfsagðar framfarir, sem Mel-
korka mælir með, eigi eitthvað skylt við
byltingu. En það mun þó fyrst og fremst
vaka fyrir þeim konum, sem gefa Melkorku
út, að víkka sjóndeildarhring lesenda sinna
og kynna þeim allt, sem máli skiptir fvrir
konuna sem þjóðfélagsþegn. En þar á ég við
og vona, að Melkorka rjúfi þögn sína til
þess fyrst og fremst að vekja konuna til
þjóðfélagslegrar santábyrgðar á hvaða vett-
vangi, sem hún kann að vinna störf sín; og
beiti sér gegn þeirri innilokunarstefnu, sem
gerir það annað hvort eða hvort tveggja
dýrðlegast fyrir konuna eða hampaminnst,
að halda sig innan fjögurra veggja heimilis-
ins í algerðu andvaraleysi um það, sem ger.
ist utan þeirra veggja.
Heimili okkar er ekki lengur skorðað við
fjóra veggi og eitt þak, allt jrjóðfélagið er
raunverulega heimili okkar, og þar við .ligg-
ur sæmd okkar að það komi heilt og traust
úr deiglunni, sent Jrað nú er í. Konunni,
sem sinnir barni sínu með innilegum og
fórnfúsum kærleika, má ekki gleymast, að
Jrjóðfélagið hefur einnig þörf fyrir móður-
þel liennar. Mörg börn eru í voða stödd og
Þórunn Magnúsdótíir rithöjundur.
fara forgörðum vegna þess, hve Jjjóðíélagið
er snautt að því móðurjDeli, sem hefði getað
bjargað ungmenninu, sem ísland mátti ekki
missa.
Það er ósk mín og von, að Melkorka verði
öllum konurn landsins, hvort senr þær búa
einangraðar innst í afdal eða í fjölmenninu
við sjávaissíðuna, hollur og hjartfólginn
gestur, sem opnar þeim gluggann rit að
heiminum, en gleymir þó ekki vandamálun-
um heinra fyrir. Jafnframt Jrví, sem Mel-
korka mun vekja áliuga kvenna fyrir al-
héimsmálum vænti ég þess, að hún auki
skilning þeirra á einkalegustu vandanrálum
mannlegs lífs og veiti Jreim styrk Jrroskans
og vizkunnar til þess að bera með sæmd,
það sem ekki verður umflúið, en rísa með
mannlund gegn hvers koirar álögum og
ólögum, samanber í vísunni: . . álögin úr
ýmsum stað, en ólög fæðast heima“.
íslenzkar konur, við skulum taka hönd-
unr saman um það, að búa svo vel að Mel-
korku, að hún eigi fyrir sér langt og mikið
starf til fagnaðar- og nrenningarauka, og
rödd hennar verði okkur ætíð rödd vöku-
mannsins og varni því, að við fljótum sof-
andi að feigðarósi, þegar íslandi veltur mest
á því, að við séum vel vakandi.
7. maí 1949
18
MELKORKA