Melkorka - 01.06.1949, Side 21
F E RÐASAGA
(Vorið 1948)
Eftir Oddnýju GuÖmundsdóttur
Oft hafði ég farið um þessi vegamót og
sagt við sjálfa mig: Einhverntíma verð ég
að lijóla þarna vestur.
Nú sneri ég hjólinu inn á ókunna veginn
og hlakkaði til að fara um ókunna sveit.
Það leið að kvöldi.
Vegurinn er ekki fjölfarinn. Loftið er
þungbúið.
Þarsprakk!
Og þegar. ég er í óða önn að leita að gati á
slöngunni, fer að rigna.
Ég finn ekkert að slöngunni. Helzt væri
að leggja hana í vatn og dæla í liana lofti. En
hér er hvergi vatn. Auk þess get ég tæplega
bætt hana úti í rigningu. Ég held því áfram,
leiði hjólið og vona, að ég verði svo heppin,
að vörubíll fari framhjá og ég komist leiðar
minnar með hjólið til einhvers gististaðar.
En engir vörubílar koma.
Hvað gerir það? Ég er vön við að teyma
þennan gæðing: stundum upp brattar Iieið-
ar, stundum í þungurn sandi.
Ég kalla hann Skjónu. Ég hef farið á
Skjónu minni þjóðveginn milli Þórshafnar
og Reykjavíkur, flesta akvegi Suðurlands,
en einkum þó vegi og vegleysur í Borgar-
firði og Dalasýslu.
Ég geng. Það rignir. Öll umferð er hætt.
Hér er langt milli bæja, og ég fór of seint
að hugsa um gististað. Loks sé ég bæ skammt
frá veginum og dreg hjólið eftir móum og
melum Jrangað heim.
Jafnvel liundarnir sofa. Klukkan er að
ganga eitt. Þarna er hermannaskáli, notaður
fyrir lilöðu. Ég leggst niður í heyruddann.
(Varla von á skárra heyi eftir sumarið Jrað í
fyrra!) Ég get ekki sofnað. Mér er kalt. Ég
hef blotnað dálítið gegnum regnkápuna.
Einhver mundi í mínum sporum ljúga
upp draugasögu — að minnsta kosti merki-
legum draumi. Ég gæti sagt, að ég hafi séð
alblóðugan herforingja sitja þarna á moð-
lraugnum og syngja iðrunarsálma alla nótt-
ina. Þetta fengi ég prentað í livaða blaði
senr væri, og Lltvarpið mundi borga mér fyr-
ir að segja frá því á kvöldvöku. Ef ég teygði
úr sögunni á nokkrar arkir, mundu bókaút-
gefendur taka henni tveim höndum, eins og
„bersöglisbók“.
Ég hristi af mér heyruddann fyrir fóta-
ferðartíma og held áfram ferðinni. Veðrið
er bjart en frekar svalt, svo að mig langar
ekki til að setjast niður og bæta hjólið. Ég
fer heirn að bæ, leggst niður á hlaðvarpann
og bíð Jress, að menn konri á fætur. Vatns-
nrikil á rennur hjá bænum, og í henni er
foss. Að lokum opnast hurð . . .
Lagtækur maður finnur þrjú ósýnileg göt
á slöngunni og bætir þau fyrir mig, á meðan
ég er að borða. Húsfreyjan segir, að ég muni
vera þreytt og lætur mig liátta ofan í rúm.
Framundan gnœfir jökullinn.
MELKORKA
19