Melkorka - 01.06.1949, Page 23

Melkorka - 01.06.1949, Page 23
Já, einmitt það. Þar er hann kunnugur. Þar eru vaskir menn. Við tölum fram og aftur um fólkið fyrir vestan. Hann býður mér inn í eldaskálann og ráðskonan gefur mér kaffi. Mér þykir alltaf gaman að tala við menn, sem vita, að miðbærinn í Reykjavík er ekki miðdepill íslenzkrar menningar. Þeim tekst að gera við hjólið: Þeir bæta slönguna og styrkja „dekkið“ með því að vefja um það límbandi. Óska þeir mér góðrar ferðar, og ég hjóla inn í þorpið. Auðvitað hafði fólkið ekki látið klukk- una ráða fyrir sér á svona björtu kvöldi. Og enginn fann að því við mig, þó að ég kæmi seint. Daginn eftir bregð ég mér snögga ferð lengra út á nesið. Leiðin liggur meðfram sjávarhömrum og ég verð að sæta sjávarföll- um. Yzt á nesinu er fallegt þorp, hlýlega umvafið hraunflákum. Tvær ungar stúlkur standa við garðshlið og gefa sig á tal við mig. „Verst að ekki er heiðríkt yfir jöklinum," segja þær, og við horfum allar á tignarlega hvítserkinn. Þokubólstur huldi tindinn. Þær stallsystur taka mig að sér eins og ganrlir vinir, og ég kenr lreinr til þeirra beggja. Það er of seint að lrjóla tii baka aftur. Nú er komið flóð. Ég fæ far nreð „jeppa“. Sólin er gengin í vestrið, og hamrarnir fyrir ofan okkur eru ekki skuggalegir, eins Framh. á bls. 24. MELKORKA 21

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.